Beitti barnsmóður sína ofbeldi er hún hélt á níu mánaða syni þeirra Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 17:56 Landsréttur staðfesti fangelsisdóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni sem réðst á barnsmóður sína í október árið 2018. Maðurinn var meðal annars fundinn sekur um brot í nánu sambandi, brot gegn barninu sem og umferðarlagabrot. Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira