Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 16:20 Korpuskóli sem áður var hluti af Kelduskóla. Vísir/SigurjónÓ Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna flutnings nemenda við Fossvogsskóla í Korpuskóla. Nemendur fara í kynningu á skólanum á morgun og skólastarf hefst á miðvikudaginn. Í tilkynningunni er vísað til umræðu um heilnæmi húsnæðis Korpuskóla og vísað til fréttar í Morgunblaðinu í kjölfar vettvangsferðar starfsfólks og skólaráðs Fossvogsskóla í Korpuskóla í síðustu viku. „Við gátum auðvitað ekki mælt neitt þarna, en þarna voru útfellingar á plötuskilum, þrútnar loftaplötur, kíttistaumar á milli loftaplatna, sem láku niður en það gefur til kynna að þar hafi eitthvað gengið á áður,“ sagði Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla, í Morgunblaðinu í dag. „Í það minnsta kosti einn starfsmaður í skólanum hefur fundið fyrir einkennum þarna í skólahúsinu.“ Reykjavíkurborg segist í framhaldi af þessu hafa ráðist í ítarlega rýni á sögu byggingarinnar. Aflað hafi verið upplýsinga frá fasteignastjóra byggingarinnar á umhverfis- og skipulagssviði, frá fyrrum skólastjórnendum og umsjónarmanni fasteignar Korpuskóla sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Staðan á húsnæðinu •Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla. •Engar kvartanir, ábendingar eða athugasemdir hafa borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar upp kom leki í húsnæðinu. Saga byggingarinnar •Árið 2005, á framkvæmdatíma skólans, kom vatn í loftaplötur í kjölfar leka og var lekinn strax upprættur. •Árið 2008 kom upp mygla í færanlegum kennslustofum á lóð skólans og sama ár voru kennslustofurnar fjarlægðar af lóðinni og þeim fargað. •Árið 2017 kom upp leki í byggingunni og framkvæmdum vegna hans lauk sama ár. •Eftir að framkvæmdum lauk var verkið tekið út af fagaðilum með þeirri niðurstöðu að ekki væri um myglu í húsnæðinu að ræða. •Raki getur komið upp í eignum borgarinnar fyrirvaralaust líkt og í öðrum mannvirkjum. Ef ábendingar koma um raka er strax brugðist við þeim. •Þá skal þess getið að Korpuskóla hefur verið haldið við, líkt og öðrum eignum borgarinnar í gegnum árin. Framkvæmdir nú um helgina •Um helgina var unnið að lagfæringu sýnilegra rakaskemmda í loftaklæðningu í íþróttahúsi og áhaldageymslu þess. •Um helgina var unnið að því að mála valin svæði í Korpuskóla. •Um helgina var Korpuskóli þrifinn hátt og lágt. Skólaráð Fossvogsskóla hefur farið fram á að fá ítarlegri upplýsingar um byggingu Korpuskóla og er það í vinnslu að sögn Reykjavíkurborgar. Reykjavík Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna flutnings nemenda við Fossvogsskóla í Korpuskóla. Nemendur fara í kynningu á skólanum á morgun og skólastarf hefst á miðvikudaginn. Í tilkynningunni er vísað til umræðu um heilnæmi húsnæðis Korpuskóla og vísað til fréttar í Morgunblaðinu í kjölfar vettvangsferðar starfsfólks og skólaráðs Fossvogsskóla í Korpuskóla í síðustu viku. „Við gátum auðvitað ekki mælt neitt þarna, en þarna voru útfellingar á plötuskilum, þrútnar loftaplötur, kíttistaumar á milli loftaplatna, sem láku niður en það gefur til kynna að þar hafi eitthvað gengið á áður,“ sagði Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla, í Morgunblaðinu í dag. „Í það minnsta kosti einn starfsmaður í skólanum hefur fundið fyrir einkennum þarna í skólahúsinu.“ Reykjavíkurborg segist í framhaldi af þessu hafa ráðist í ítarlega rýni á sögu byggingarinnar. Aflað hafi verið upplýsinga frá fasteignastjóra byggingarinnar á umhverfis- og skipulagssviði, frá fyrrum skólastjórnendum og umsjónarmanni fasteignar Korpuskóla sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Staðan á húsnæðinu •Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla. •Engar kvartanir, ábendingar eða athugasemdir hafa borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar upp kom leki í húsnæðinu. Saga byggingarinnar •Árið 2005, á framkvæmdatíma skólans, kom vatn í loftaplötur í kjölfar leka og var lekinn strax upprættur. •Árið 2008 kom upp mygla í færanlegum kennslustofum á lóð skólans og sama ár voru kennslustofurnar fjarlægðar af lóðinni og þeim fargað. •Árið 2017 kom upp leki í byggingunni og framkvæmdum vegna hans lauk sama ár. •Eftir að framkvæmdum lauk var verkið tekið út af fagaðilum með þeirri niðurstöðu að ekki væri um myglu í húsnæðinu að ræða. •Raki getur komið upp í eignum borgarinnar fyrirvaralaust líkt og í öðrum mannvirkjum. Ef ábendingar koma um raka er strax brugðist við þeim. •Þá skal þess getið að Korpuskóla hefur verið haldið við, líkt og öðrum eignum borgarinnar í gegnum árin. Framkvæmdir nú um helgina •Um helgina var unnið að lagfæringu sýnilegra rakaskemmda í loftaklæðningu í íþróttahúsi og áhaldageymslu þess. •Um helgina var unnið að því að mála valin svæði í Korpuskóla. •Um helgina var Korpuskóli þrifinn hátt og lágt. Skólaráð Fossvogsskóla hefur farið fram á að fá ítarlegri upplýsingar um byggingu Korpuskóla og er það í vinnslu að sögn Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira