Daníel til halds og trausts voru söngkonurnar Ágústa Ósk og Ragna Björg. Það eru fáir sem hafa tærnar þar sem Daníel Ágúst hefur hælana þegar kemur að sviðframkomu og hafa eflaust flestir fundið fyrir iðandi dansólgu í sófanum.
Hér sést þegar Daníel tekur lagið Ladyshave með hljómsveit sinni GusGus. Þetta er án efa eitt vinsælasta lag sem hljómsveitin hefur gefið frá sér en lagið kom út á smáskífu árið 1999.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2+.