Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. mars 2021 20:24 Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
„Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34
„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent