Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 23:59 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/GEtty Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira