Samkomulag um eflingu eða eyðingu? Gunnar Guðbjörnsson skrifar 23. mars 2021 11:57 Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun