Valdníðsla, þöggun og mismunun Sara Pálsdóttir skrifar 24. mars 2021 14:31 Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Sara Pálsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun