Valdníðsla, þöggun og mismunun Sara Pálsdóttir skrifar 24. mars 2021 14:31 Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Sara Pálsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar