Auðlindaarð heim í hérað! Gunnar Tryggvason skrifar 25. mars 2021 08:00 Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun