Samkvæmt upplýsingum frá leikskólastjórum skólanna eru ekki staðfest smit í skólunum, hvorki hjá börnum né starfsmönnum, heldur er um að ræða varúðarráðstöfun vegna fjölda smita í hverfinu sem enn eru að greinast að því er virðist. Á Laugasól eru 145 börn og á Hofi eru 128 börn.
Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla og þeir sem æfa með 5. flokki Þróttar í knattspyrnu karla hafa verið í sóttkví frá því fyrr í vikunni eftir að smit komu upp í árgangnum og flokknum.
Á sunnudag greindist kennari í 6. bekk í Laugarnesskóla með veiruna og fóru í kjölfarið áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn skólans í sóttkví.
Á þriðjudag greindust síðan ellefu nemendur við skólann smitaðir en þeir voru allir í sóttkví. Nú eru um hundrað nemendur í sóttkví og á þriðja tug starfsmanna Laugarnesskóla.
Í gær greindist síðan nemandi í Laugalækjarskóla með kórónuveiruna og eru öll börn í skólanum komin í sóttkví.
Vísir fylgist með gangi mála í faraldrinum í vaktinni sem nálgast má hér.