Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2021 11:57 Kári Stefánsson segir dæmi um að fólk sem mælist neikvætt við komuna til landsins og fimm dögum síðar en greinist með kórónuveiruna eftir það. stöð 2 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33
Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52