Sveigjanleiki „siðferðileg skylda atvinnulífsins“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 14:58 Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. Vísir/Vilhelm UNICEF og Kennarasamband Íslands eru meðal þeirra sem hafa hvatt vinnuveitendur til að sýna ástandinu sem nú er komið upp í samfélaginu skilning og veita starfsmönnum sínum sveigjanleika til að sinna heimili og störfum. Hertar aðgerðir vegna aukinnar útbreiðslu SARS-CoV-2 í samfélaginu fela meðal annars í sér að grunn-, framhalds- og háskólanemar mæta ekki í skólann og þá hefur Félag stjórnenda leikskóla hvatt foreldra til að hafa börnin heima fram yfir páska. Í tilkynningu frá UNICEF hvetja samtökin vinnuveitendur til að setja hagsmuni barna í forgang og gefa foreldrum tækifæri til að sinna börnunum sínum. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar til þess að vernda börn gegn faraldrinum og nauðsynlegt að samfélagið sem heild taki höndum saman svo aðgerðirnar verði árangursríkar og að börn njóti umönnunar á meðan skólalokanir standa yfir,“ segir í tilkynningunni. Þar er vinnuveitendum meðal annars bent á að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að tillit verði tekið til foreldra, að forgangsraða verkefnum og gera raunhæfar væntingar og að krefja ekki starfsfólk um að færa vinnutíma yfir á kvöldin og helgar vegna anna yfir daginn. Vinnuveitendur standi með starfsfólkinu sínu „Aukin hætta á smitum meðal barna mun hafa áhrif á upplifun barna af faraldrinum. UNICEF hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um mögulegar áhyggjur sem þau kunnu að hafa. Gera þarf ráð fyrir að jafnvel ung börn séu meðvituð um aukna hættu á smitum og gegna foreldrar og fjölskyldur barna mikilvægu hlutverki í að hlusta á áhyggjur þeirra og styðja við þau. Það er ekki nauðsynlegt að leysa úr þeim vandamálum eða áhyggjum sem koma upp, en góð hlustun er merki um samkennd og skilning,“ segir enn fremur í tilkynningunni frá UNICEF. Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. „Þannig geta atvinnurekendur lagst á árarnar í hinum samfélagslega slag við kórónuveiruna. Boðuð hefur verið snörp tilraun til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Mikið er undir í því að það takist. Til þess þarf að draga úr umsvifum,“ segir á vef félagsins. „Starfsfólk fyrirtækja hefur ítrekað þurft að sýna sveigjanleika og ábyrgðarkennd til að tryggja hag stofnana, fyrirtækja og samfélagsins alls allt síðasta ár og enn á ný þurfa vinnuveitendur að standa með starfsfólki sínu. Sveigjanleiki, alls staðar þar sem honum verður við komið, er siðferðileg skylda atvinnulífsins á þessari stundu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Hertar aðgerðir vegna aukinnar útbreiðslu SARS-CoV-2 í samfélaginu fela meðal annars í sér að grunn-, framhalds- og háskólanemar mæta ekki í skólann og þá hefur Félag stjórnenda leikskóla hvatt foreldra til að hafa börnin heima fram yfir páska. Í tilkynningu frá UNICEF hvetja samtökin vinnuveitendur til að setja hagsmuni barna í forgang og gefa foreldrum tækifæri til að sinna börnunum sínum. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar til þess að vernda börn gegn faraldrinum og nauðsynlegt að samfélagið sem heild taki höndum saman svo aðgerðirnar verði árangursríkar og að börn njóti umönnunar á meðan skólalokanir standa yfir,“ segir í tilkynningunni. Þar er vinnuveitendum meðal annars bent á að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að tillit verði tekið til foreldra, að forgangsraða verkefnum og gera raunhæfar væntingar og að krefja ekki starfsfólk um að færa vinnutíma yfir á kvöldin og helgar vegna anna yfir daginn. Vinnuveitendur standi með starfsfólkinu sínu „Aukin hætta á smitum meðal barna mun hafa áhrif á upplifun barna af faraldrinum. UNICEF hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um mögulegar áhyggjur sem þau kunnu að hafa. Gera þarf ráð fyrir að jafnvel ung börn séu meðvituð um aukna hættu á smitum og gegna foreldrar og fjölskyldur barna mikilvægu hlutverki í að hlusta á áhyggjur þeirra og styðja við þau. Það er ekki nauðsynlegt að leysa úr þeim vandamálum eða áhyggjum sem koma upp, en góð hlustun er merki um samkennd og skilning,“ segir enn fremur í tilkynningunni frá UNICEF. Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. „Þannig geta atvinnurekendur lagst á árarnar í hinum samfélagslega slag við kórónuveiruna. Boðuð hefur verið snörp tilraun til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Mikið er undir í því að það takist. Til þess þarf að draga úr umsvifum,“ segir á vef félagsins. „Starfsfólk fyrirtækja hefur ítrekað þurft að sýna sveigjanleika og ábyrgðarkennd til að tryggja hag stofnana, fyrirtækja og samfélagsins alls allt síðasta ár og enn á ný þurfa vinnuveitendur að standa með starfsfólki sínu. Sveigjanleiki, alls staðar þar sem honum verður við komið, er siðferðileg skylda atvinnulífsins á þessari stundu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira