Hver er fljótfær? Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 25. mars 2021 17:30 Hún var furðuleg sendingin frá formanni VR í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Þar kemst hann að þeirri ævintýralegu niðurstöðu að meintur áróður fjársterkra afla og stórfyrirtækja sé um að kenna því bakslagi sem við upplifum nú í baráttunni við COVID19. Formaðurinn fullyrðir að smit, sem reyndar hófu að greinast 23. mars síðastliðinn, séu á einhvern hátt tengd ákvörðunum um smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi á landamærum Íslands sem fyrirhugaðar eru. Þær breytingar áttu reyndar ekki að koma til framkvæmda fyrr en annars vegar á morgun og hins vegar 1. maí, rúmum mánuði eftir að þær áttu að hafa hrundið af stað fjórðu bylgju faraldursins hér á landi. Sem fyrr lætur formaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér að óþörfu. Í viðtalinu heldur formaðurinn því enn fremur fram að „fljótfærni fáeinna aðila” – og nefnir Icelandair í því samhengi - hafi orðið til þess að búið sé að tefla ferðasumrinu í hættu. Hagsmunapot hafi ráðið för. Ekki er gott að segja hvernig hagsmunir flugfélagsins ættu að ríma við þessa tilgátu formannsins, en nýlegar og opinberar deilur hans við fyrirtækið varpa ef til vill ljósi á raunverulegt markmið formanns VR með viðtalinu. Ef til vill skorar svona málflutningur, líkt og formaðurinn gerðist sekur um í vikunni, stundarpunkta hjá einhverjum hópi. En til lengri tíma, og nú á ögurstundu, er hreinlega verið að vinna samfélaginu tjón. Nú er ekki tíminn til ábyrgðalausra upphlaupa heldur yfirvegaðra og málefnalegra umræðna um sameiginlegan vágest. Hagsmunir okkar allra eru undir því að takist vel til. Eftir stendur spurningin um hver það er sem raunverulega hefur gerst sekur um fljótfærni? Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hún var furðuleg sendingin frá formanni VR í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Þar kemst hann að þeirri ævintýralegu niðurstöðu að meintur áróður fjársterkra afla og stórfyrirtækja sé um að kenna því bakslagi sem við upplifum nú í baráttunni við COVID19. Formaðurinn fullyrðir að smit, sem reyndar hófu að greinast 23. mars síðastliðinn, séu á einhvern hátt tengd ákvörðunum um smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi á landamærum Íslands sem fyrirhugaðar eru. Þær breytingar áttu reyndar ekki að koma til framkvæmda fyrr en annars vegar á morgun og hins vegar 1. maí, rúmum mánuði eftir að þær áttu að hafa hrundið af stað fjórðu bylgju faraldursins hér á landi. Sem fyrr lætur formaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér að óþörfu. Í viðtalinu heldur formaðurinn því enn fremur fram að „fljótfærni fáeinna aðila” – og nefnir Icelandair í því samhengi - hafi orðið til þess að búið sé að tefla ferðasumrinu í hættu. Hagsmunapot hafi ráðið för. Ekki er gott að segja hvernig hagsmunir flugfélagsins ættu að ríma við þessa tilgátu formannsins, en nýlegar og opinberar deilur hans við fyrirtækið varpa ef til vill ljósi á raunverulegt markmið formanns VR með viðtalinu. Ef til vill skorar svona málflutningur, líkt og formaðurinn gerðist sekur um í vikunni, stundarpunkta hjá einhverjum hópi. En til lengri tíma, og nú á ögurstundu, er hreinlega verið að vinna samfélaginu tjón. Nú er ekki tíminn til ábyrgðalausra upphlaupa heldur yfirvegaðra og málefnalegra umræðna um sameiginlegan vágest. Hagsmunir okkar allra eru undir því að takist vel til. Eftir stendur spurningin um hver það er sem raunverulega hefur gerst sekur um fljótfærni? Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar