Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2021 21:58 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því eldgos hófst í Geldingadölum á föstudag. Sumir hafa tekið ferfætta vini með sér. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. Í stuttri Twitter-færslu bendir Kristín á að jarðefnamælingar bendi til þess að flúoríð sé að finna í vatnspollum umhverfis gosstöðvarnar, auk þess sem pH-gildi vatnsins sé hátt. Leave your dogs at home! Geochemical measurements show that there is fluoride and high PH-values in water puddles close to the #Geldingadalir eruption site.#Naturalhazards#Volcanomonitoring#dogsoftwitter pic.twitter.com/YNJiz8cUgg— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 25, 2021 Í Hundasamfélaginu, Facebook-hópi sem telur yfir 42 þúsund meðlimi og tileinkaður er öllu sem við kemur hundum og hundahaldi, hafa farið fram miklar umræður um hvort gáfulegt sé að taka hunda með að berja eldgosið augum. Síðasta sunnudag birti einn meðlimur til að mynda myndir af lausum hundi á svæðinu, sem var sagður hafa farið afar nálægt hraunjaðrinum á einum tímapunkti. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ágæti þess að hafa dýrin með í för. Það sem sumum þykir sjálfsagt mál þykir öðrum afar hættulegt, og benda meðal annars á það sama og Kristín, að flúoríðeitrun geti jafnvel verið lífshættuleg hundum. Fjöldi fólks hefur síðan vakið máls á því að mögulega kunni að vera betra að fara hundalaus að eldgosinu, líkt og Kristín. Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Í stuttri Twitter-færslu bendir Kristín á að jarðefnamælingar bendi til þess að flúoríð sé að finna í vatnspollum umhverfis gosstöðvarnar, auk þess sem pH-gildi vatnsins sé hátt. Leave your dogs at home! Geochemical measurements show that there is fluoride and high PH-values in water puddles close to the #Geldingadalir eruption site.#Naturalhazards#Volcanomonitoring#dogsoftwitter pic.twitter.com/YNJiz8cUgg— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 25, 2021 Í Hundasamfélaginu, Facebook-hópi sem telur yfir 42 þúsund meðlimi og tileinkaður er öllu sem við kemur hundum og hundahaldi, hafa farið fram miklar umræður um hvort gáfulegt sé að taka hunda með að berja eldgosið augum. Síðasta sunnudag birti einn meðlimur til að mynda myndir af lausum hundi á svæðinu, sem var sagður hafa farið afar nálægt hraunjaðrinum á einum tímapunkti. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ágæti þess að hafa dýrin með í för. Það sem sumum þykir sjálfsagt mál þykir öðrum afar hættulegt, og benda meðal annars á það sama og Kristín, að flúoríðeitrun geti jafnvel verið lífshættuleg hundum. Fjöldi fólks hefur síðan vakið máls á því að mögulega kunni að vera betra að fara hundalaus að eldgosinu, líkt og Kristín.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira