Nauðgaði samstarfskonu sem hafði búið um hann á sófanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:59 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Þröstur Thorarensen, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti með öllu fyrri dóm yfir Þresti úr héraði. Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira