Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2021 22:02 Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Aðsend/Vilhelm Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í vikunni vöktu mikla athygli en þar benti hann á að að smit sem greinast á landamærunum koma meðal annars með fólki sem þurfi að ferðast frá og til landsins í þeim tilgangi að sækja atvinnuleysisbætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að útlendingar á atvinnuleysisbótum eigi rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er Covid-19 ástandið mjög alvarlegt. Varaformaður Eflingar segir að flestir þeir Pólverjar sem vinna hér á landi dvelji í leiguhúsnæði. „Atvinnuleysisbætur eru lágar og framfærslukostnaður veldur því að stundum getur verið erfitt fyrir þau að lifa á svona litlum peningum og án stuðnings fjölskyldunnar, sagði Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Því ákveði margir að dvelja í heimalandi sínu þar sem þeir ráði ekki við hátt leiguverð hér á landi án atvinnu. Stundum er tilfellið þannig að vinnuveitandi útvegar vinnuaflinu húsnæði. Þegar viðkomandi missir vinnuna, missir hann húsnæðið um leið og á oft ekki í nein hús að venda hér á landi. Einnig vilji fólk sinna veikum ættingjum í Póllandi á meðan á faraldri kórónuveirunnar stendur. „Allir reyna að hugsa um fjölskyldu sína. Ef einhver ættingi Íslendings er veikur þá er hann hér. En fyrir útlendinga er staðan allt önnur,“ sagði Agnieszka. Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í vikunni vöktu mikla athygli en þar benti hann á að að smit sem greinast á landamærunum koma meðal annars með fólki sem þurfi að ferðast frá og til landsins í þeim tilgangi að sækja atvinnuleysisbætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að útlendingar á atvinnuleysisbótum eigi rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er Covid-19 ástandið mjög alvarlegt. Varaformaður Eflingar segir að flestir þeir Pólverjar sem vinna hér á landi dvelji í leiguhúsnæði. „Atvinnuleysisbætur eru lágar og framfærslukostnaður veldur því að stundum getur verið erfitt fyrir þau að lifa á svona litlum peningum og án stuðnings fjölskyldunnar, sagði Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Því ákveði margir að dvelja í heimalandi sínu þar sem þeir ráði ekki við hátt leiguverð hér á landi án atvinnu. Stundum er tilfellið þannig að vinnuveitandi útvegar vinnuaflinu húsnæði. Þegar viðkomandi missir vinnuna, missir hann húsnæðið um leið og á oft ekki í nein hús að venda hér á landi. Einnig vilji fólk sinna veikum ættingjum í Póllandi á meðan á faraldri kórónuveirunnar stendur. „Allir reyna að hugsa um fjölskyldu sína. Ef einhver ættingi Íslendings er veikur þá er hann hér. En fyrir útlendinga er staðan allt önnur,“ sagði Agnieszka.
Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03