Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 13:28 Nám í lögreglufræðum var flutt til Akureyrar árið 2016. Háskólinn á Akureyri Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu. Ráðið gerði úttekt á náminu sem var komið á fót við skólann haustið 2016 og er úttektin unnin samkvæmt samningi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og HA um námið. Margt virðist betur mega fara norðan heiða. Það vakti athygli haustið 2016 þegar nám í lögreglufræðum hófst hjá háskólanum. Háskóli Íslands hafði verið metinn hæfari til að halda náminu úti af matsnefnd. Þá var lögreglunámið dýrara á Akrueyri en í Reykjavík. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sagði ákvörðun Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra um að flytja námið norður athyglisverða. Mættu ekki í útskrift Í framhaldinu fór að bera á gagnrýni frá nemendum sem báru náminu ekki vel söguna. Óánægju gætti á meðal margra nemenda, ýmist vegna námsins sjálfs eða staðsetningu þess. Svo ósáttir voru þeir með að brautskráningarathöfnin færi fram á Akureyri, þegar þau vildu flest fagna með fjölskyldu og vinum í höfuðborginni, að þau mættu ekki á útskriftina. Fjallað er um nýútkomna skýrslu á vef Stjórnarráðsins. Hún er á ensku, 107 blaðsíður að lengd, en niðurstöður í styttri útgáfu, einnig á ensku. Í samantekt á vef Stjórnarráðsins segir: „Meðal helstu niðurstaðna úttektarinnar um styrkleika námsins er aðlögun þess að háskólakerfinu og viðleitni innan þess til að nútímavæða starfsemi lögreglunnar, fjarkennsluform veiti fjölbreyttari nemendahóp aðgang að náminu og staða upplýsingatækni í náminu sé sterk. Þá hefur nýstofnað ráð um lögreglunám nú tækifæri til að fylgja eftir og endurskoða námið og tryggja að það samræmist kröfum sem gerðar eru til þess af hagaðilum.“ Í skýrslunni er bent á nokkuð ósamræmi milli þess sem námið snýst um og þess sem bíður útskrifaðra nemenda þegar við tekur vinna hjá lögreglu.Vísir/Vilhelm Í úttekt gæðaráðsins séu gerðar athugasemdir við þætti sem nauðsynlegt sé vinna að úrbótum á, þar á meðal að bæta þurfi gagnsæi þeirra fjárveitinga sem veittar séu til námsins, skýra þurfi verkaskiptingu, gera samning við mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar og koma á skýrari ferlum um samskipti ráðuneyta og stofnana sem að náminu koma. Þá skuli stuðla að bættu samræmi í náminu hvað varðar markmið þess, vinnuframlag og samspil bóklegra faga og faglegrar þjálfunar. Hvatt er til þess að skýrar sé kveðið á um hæfnikröfur lögreglumanna og að háskólinn móti sér stefnu um raunfærnimat. Harðar að orði kveðið í skýrslunni Í skýrslunni er harðar að orði kveðið. Þar segir einfaldlega í ljósi þessara atriða sé aðeins að takmörkuðu leyti hægt að treysta á getu háskólans, nú og til framtíðar, til að tryggja gæði námsins og góða upplifun stúdenta af því. Endurskoða þurfi einingakerfið, fylgjast vel með fjölgun klukkustunda í starfsþjálfun, halda betur utan um starfsþjálfun, stórauka þurfi gæðaeftirlit með náminu og margt fleira. Háskólar Lögreglan Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. 19. desember 2019 16:00 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Ráðið gerði úttekt á náminu sem var komið á fót við skólann haustið 2016 og er úttektin unnin samkvæmt samningi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og HA um námið. Margt virðist betur mega fara norðan heiða. Það vakti athygli haustið 2016 þegar nám í lögreglufræðum hófst hjá háskólanum. Háskóli Íslands hafði verið metinn hæfari til að halda náminu úti af matsnefnd. Þá var lögreglunámið dýrara á Akrueyri en í Reykjavík. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sagði ákvörðun Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra um að flytja námið norður athyglisverða. Mættu ekki í útskrift Í framhaldinu fór að bera á gagnrýni frá nemendum sem báru náminu ekki vel söguna. Óánægju gætti á meðal margra nemenda, ýmist vegna námsins sjálfs eða staðsetningu þess. Svo ósáttir voru þeir með að brautskráningarathöfnin færi fram á Akureyri, þegar þau vildu flest fagna með fjölskyldu og vinum í höfuðborginni, að þau mættu ekki á útskriftina. Fjallað er um nýútkomna skýrslu á vef Stjórnarráðsins. Hún er á ensku, 107 blaðsíður að lengd, en niðurstöður í styttri útgáfu, einnig á ensku. Í samantekt á vef Stjórnarráðsins segir: „Meðal helstu niðurstaðna úttektarinnar um styrkleika námsins er aðlögun þess að háskólakerfinu og viðleitni innan þess til að nútímavæða starfsemi lögreglunnar, fjarkennsluform veiti fjölbreyttari nemendahóp aðgang að náminu og staða upplýsingatækni í náminu sé sterk. Þá hefur nýstofnað ráð um lögreglunám nú tækifæri til að fylgja eftir og endurskoða námið og tryggja að það samræmist kröfum sem gerðar eru til þess af hagaðilum.“ Í skýrslunni er bent á nokkuð ósamræmi milli þess sem námið snýst um og þess sem bíður útskrifaðra nemenda þegar við tekur vinna hjá lögreglu.Vísir/Vilhelm Í úttekt gæðaráðsins séu gerðar athugasemdir við þætti sem nauðsynlegt sé vinna að úrbótum á, þar á meðal að bæta þurfi gagnsæi þeirra fjárveitinga sem veittar séu til námsins, skýra þurfi verkaskiptingu, gera samning við mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar og koma á skýrari ferlum um samskipti ráðuneyta og stofnana sem að náminu koma. Þá skuli stuðla að bættu samræmi í náminu hvað varðar markmið þess, vinnuframlag og samspil bóklegra faga og faglegrar þjálfunar. Hvatt er til þess að skýrar sé kveðið á um hæfnikröfur lögreglumanna og að háskólinn móti sér stefnu um raunfærnimat. Harðar að orði kveðið í skýrslunni Í skýrslunni er harðar að orði kveðið. Þar segir einfaldlega í ljósi þessara atriða sé aðeins að takmörkuðu leyti hægt að treysta á getu háskólans, nú og til framtíðar, til að tryggja gæði námsins og góða upplifun stúdenta af því. Endurskoða þurfi einingakerfið, fylgjast vel með fjölgun klukkustunda í starfsþjálfun, halda betur utan um starfsþjálfun, stórauka þurfi gæðaeftirlit með náminu og margt fleira.
Háskólar Lögreglan Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. 19. desember 2019 16:00 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. 19. desember 2019 16:00
Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02
HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31