Hvítrússum endanlega neitað um þátttöku í Eurovision Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 14:17 Til vinstri má sjá Alexander Lúkasjenka. Til hægri er hins vegar Dmitry Koldun, einhver mesta Eurovision-hetja Hvíta-Rússlands, en hann náði besta árangri landsins í Eurovision frá upphafi, þegar hann lenti í 6. sæti árið 2007. Getty/Samsett Nú er ljóst að Hvíta-Rússland kemur ekki til með að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár. Upprunalegu framlagi landsins var hafnað þar sem það þótti of pólitískt. Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí. Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí.
Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26
Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31