Hvernig fjöllum við um barnavernd og starfsumhverfi barnaverndarstarfsmanna? Sigrún Þórarinsdóttir skrifar 29. mars 2021 09:01 Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun