Körfubolti

Denver vængstýfði Haukana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamal Murray og félagar í Denver Nuggets lögðu Atlanta Hawks að velli.
Jamal Murray og félagar í Denver Nuggets lögðu Atlanta Hawks að velli. ap/Joe Mahoney

Denver Nuggets vann góðan sigur á einu heitasta liði NBA-deildarinnar, Atlanta Hawks, í nótt. Lokatölur 126-102, Denver í vil.

Sex leikmenn Denver skoruðu tólf stig eða meira í leiknum í nótt. JaMychal Green var stigahæstur með tuttugu stig. Aaron Gordon skoraði þrettán stig í sínum fyrsta leik fyrir Denver en hann kom til liðsins á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku.

Trae Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta sem hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu eftir að Nate McMillan tók við liðinu af Lloyd Pierce.

Phoenix Suns heldur áfram að gera góða hluti og vann Charlotte Hornets, 97-101, eftir framlengingu.

Devin Booker skoraði 35 stig fyrir Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Devonte' Graham var með þrjátíu stig hjá Charlotte.

Los Angeles Lakers, sem er enn án þeirra LeBrons James og Anthonys Davis, sigraði Orlando Magic, 96-93. Dennis Schroder skoraði 24 stig fyrir Lakers sem er í 4. sæti Vesturdeildarinnar.

Þá vann Portland Trail Blazers Toronto Raptors á útivelli, 117-122. Þetta var þriðji sigur Portland í röð.

CJ McCollum skoraði 23 stig fyrir Portland og Damian Lillard var með 22 stig og ellefu stoðsendingar. Pascal Siakam skoraði 26 stig fyrir Toronto.

Úrslitin í nótt

  • Denver 126-102 Atlanta
  • Charlotte 97-101 Phoenix
  • Lakers 96-93 Orlando
  • Toronto 117-122 Portland

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×