Fylgjast náið með aukinni virkni við Þrengslin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2021 16:24 Aukin virkni við Þrengslin hófst aðfaranótt föstudags. Vísir/Getty Alls er óvíst hvaða þýðingu aukin skjálftavirkni við Þrengslin hefur. Jarðhræringar hófust á svæðinu aðfaranótt föstudags og í nótt urðu tveir snarpir skjálftar. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að gögn og mælingar hafi hingað til ekki bent til innskotavirkni. Skjálftavirknin geti verið fyrir helbera tilviljun, enda ekki óeðlilegt að skjálftahrinur verði við Þrengslin og nágrenni. Í nótt riðu yfir tveir sæmilega stórir skjálftar rúman kílómetra vestur af Þrengslunum, annar mældist 2,6 og hinn 2,9 að stærð. Elísabet segir að sérstaklega sé fylgst með þróun mála við Þrengslin vegna eldgossins í Geldingadölum og þeirra sviðsmynda sem vísindaráð almannavarna hefur teiknað upp. Ein þeirra lýtur að kraftmiklum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum, jafnvel stærri en sex að stærð. „Okkar útreikningar benda til þess að uppbyggð spenna sé þarna.“ Stöðugt hraunrennsli hefur verið í Geldingadölum í allan dag en Elísabet kveðst þó spennt að sjá hvað nýjustu tölur yfir rennsli leiði í ljós. Þá sé enn spurning hvort gígarnir tveir renni saman í einn. Veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands sagði á fjórða tímanum að upp úr klukkan sex eða sjö myndi draga verulega úr vindi á Reykjanesskaga. Gasmengun getur orðið mikil í hægviðri og því ástæða til að ítreka við fólk að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að gögn og mælingar hafi hingað til ekki bent til innskotavirkni. Skjálftavirknin geti verið fyrir helbera tilviljun, enda ekki óeðlilegt að skjálftahrinur verði við Þrengslin og nágrenni. Í nótt riðu yfir tveir sæmilega stórir skjálftar rúman kílómetra vestur af Þrengslunum, annar mældist 2,6 og hinn 2,9 að stærð. Elísabet segir að sérstaklega sé fylgst með þróun mála við Þrengslin vegna eldgossins í Geldingadölum og þeirra sviðsmynda sem vísindaráð almannavarna hefur teiknað upp. Ein þeirra lýtur að kraftmiklum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum, jafnvel stærri en sex að stærð. „Okkar útreikningar benda til þess að uppbyggð spenna sé þarna.“ Stöðugt hraunrennsli hefur verið í Geldingadölum í allan dag en Elísabet kveðst þó spennt að sjá hvað nýjustu tölur yfir rennsli leiði í ljós. Þá sé enn spurning hvort gígarnir tveir renni saman í einn. Veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands sagði á fjórða tímanum að upp úr klukkan sex eða sjö myndi draga verulega úr vindi á Reykjanesskaga. Gasmengun getur orðið mikil í hægviðri og því ástæða til að ítreka við fólk að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59
Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16
„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58