NBA dagsins: Westbrook með svakalega metþrennu í sigri Galdrakarlanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 15:01 Russell Westbrook var í miklum ham gegn Indiana Pacers. getty/Katherine Frey Russell Westbrook hefur náð fjölmörgum þreföldum tvennum á ferlinum en engri eins og í leik Washington Wizards og Indiana Pacers í NBA-deildinni í nótt. Westbrook skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í átta stiga sigri Washington, 132-124. Þetta er í fyrsta sinn í sögu NBA sem leikmaður skorar 35 stig eða meira og gefur tuttugu stoðsendingar eða meira í leik. FINAL SCORE THREAD Russell Westbrook puts up the FIRST 35-point, 20-assist triple-double in NBA HISTORY to lift the @WashWizards! Russ: 35 PTS, 14 REB, 21 ASTRui Hachimura: 26 PTSChandler Hutchison: 18 PTS pic.twitter.com/WSPSuuSYXk— NBA (@NBA) March 30, 2021 Westbrook hefur náð sextán þrennum í NBA í vetur og á nú metið yfir flestar þrennur í sögu Washington, þótt hann hafi bara gengið í raðir liðsins síðasta haust og leikið 38 leiki fyrir það. Darrell Walker átti gamla metið en hann náði fimmtán þrennum á árunum 1987-91. MOST IN FRANCHISE HISTORY!Russell Westbrook records his 16th triple-double in only 38 games. pic.twitter.com/WQRcOolDdB— Washington Wizards (@WashWizards) March 30, 2021 Washington þurfti sannarlega á miklu og góðu framlagi frá Westbrook að halda í nótt þar sem stigahæsti leikmaður NBA, Bradley Beal, var frá vegna meiðsla. Japanski framherjinn Rui Hachimura skoraði 26 stig fyrir Washington og Chandler Hutchinson var með átján stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Washington hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað átta af níu leikjum þar á undan. Washington er í 12. sæti Austurdeildarinnar og þarf að gefa í ef liðið ætlar að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Stórleikur Domantas Sabonis dugði skammt fyrir Indiana. Hann skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Indiana er í 9. sæti Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Washington og Indiana, Brooklyn Nets og Miami Heat og Los Angeles Clippers og Milwaukee Bucks, auk viðtals við Westbrook og flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 30. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Westbrook skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í átta stiga sigri Washington, 132-124. Þetta er í fyrsta sinn í sögu NBA sem leikmaður skorar 35 stig eða meira og gefur tuttugu stoðsendingar eða meira í leik. FINAL SCORE THREAD Russell Westbrook puts up the FIRST 35-point, 20-assist triple-double in NBA HISTORY to lift the @WashWizards! Russ: 35 PTS, 14 REB, 21 ASTRui Hachimura: 26 PTSChandler Hutchison: 18 PTS pic.twitter.com/WSPSuuSYXk— NBA (@NBA) March 30, 2021 Westbrook hefur náð sextán þrennum í NBA í vetur og á nú metið yfir flestar þrennur í sögu Washington, þótt hann hafi bara gengið í raðir liðsins síðasta haust og leikið 38 leiki fyrir það. Darrell Walker átti gamla metið en hann náði fimmtán þrennum á árunum 1987-91. MOST IN FRANCHISE HISTORY!Russell Westbrook records his 16th triple-double in only 38 games. pic.twitter.com/WQRcOolDdB— Washington Wizards (@WashWizards) March 30, 2021 Washington þurfti sannarlega á miklu og góðu framlagi frá Westbrook að halda í nótt þar sem stigahæsti leikmaður NBA, Bradley Beal, var frá vegna meiðsla. Japanski framherjinn Rui Hachimura skoraði 26 stig fyrir Washington og Chandler Hutchinson var með átján stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Washington hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað átta af níu leikjum þar á undan. Washington er í 12. sæti Austurdeildarinnar og þarf að gefa í ef liðið ætlar að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Stórleikur Domantas Sabonis dugði skammt fyrir Indiana. Hann skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Indiana er í 9. sæti Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Washington og Indiana, Brooklyn Nets og Miami Heat og Los Angeles Clippers og Milwaukee Bucks, auk viðtals við Westbrook og flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 30. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31