Tíndu upp leifar af hundruðum mannbrodda við eldstöðina Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 22:03 Sjálfboðaliðar samtakanna Seeds við hreinsunarstarf við gossvæðið í Geldingadölum í dag. SEEDS Átta sjálfboðaliðar frá sjö löndum tíndu upp rusl við eldstöðina í Geldingadölum í dag. Fyrir utan sígarettustubba, munntóbakspoka, dósir og annað smálegt hirtu þeir upp leifar hundraða mannbrodda frá göngufólki. Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira