Margir héldu að Charlotte myndi gefa eftir þegar Ball, sem er líklegastur til að verða valinn nýliði ársins í NBA, handarbrotnaði en hið þveröfuga hefur gerst. Charlotte heldur áfram að koma á óvart og hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.
Terry Rozier og Gordon Hayward drógu Charlotte-vagninn í nótt. Rozier skoraði 27 stig og tók sjö fráköst og Hayward var með 26 stig, ellefu fráköst og sex stoðsendingar. Cody Zeller kom með sextán stig og þrettán stig af bekknum.
Með sigrinum komst Charlotte upp í 4. sæti Austurdeildarinnar og liðið leyfir sér væntanlega að dreyma um heimavallarrétt í úrslitakeppninni.
Russell Westbrook var með þrefalda tvennu þriðja leikinn í röð. Hann skoraði 22 stig, tók fimmtán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Rui Hachimura jafnaði persónulegt met með því að skora skora þrjátíu stig. Bradley Beal, stigahæsti leikmaður NBA, er enn frá vegna meiðsla hjá Washington.
Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Washington og Charlotte, Denver Nuggets og Philadelphia 76ers og Phoenix Suns og Atlanta Hawks auk flottustu tilþrifa næturinar.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.