Svefn á ekki að vera afgangsstærð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2021 21:02 Vinkonurnar og samstarfskonurnar, talið frá vinstri, Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir og Gyða Dröfn Tryggvadóttir, sem starfar sem meðvirkniráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar stóðu fyrir námskeiðinu í Grímsborgum. Þær verða með annað námskeið þar í byrjun maí. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er ekki flott að sofa lítið, við eigum að virða svefninn og gefum okkur tíma til að sofa.“ . Þetta segir heimilislæknir, sem vinnur meðal annars með svefn fólks. Nýlega var haldið fimm daga námskeið fyrir lækna á Grímsborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem megin áherslan var lögð á streitu, seiglu, svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt. Góður svefn er eitt af því sem læknar ráðleggja skjólstæðingum sínum og þetta er eitt af ráðunum. „Virða svefninn, virða svefntímann, þetta er ekki einhver afgangsstærð, þar sem þykir flott að sofa lítið, það er mikill misskilningur. Þannig að virðum svefntímann og gefur okkur tíma til að sofa og búum til þær aðstæður í okkar lífi að við getum sofið,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsufræðingur og einn af fyrirlesurum á námskeiðinu. Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur , sem var einn af fyrirlesurum á námskeiðinu fyrir lækna, sem haldið var nýlega í Grímsborgum. Hún fjallaði m.a. um svefn og líkamsklukkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eigum við að sofa mikið ? „Meðalmaðurinn þarf sjö til átta tíma að nóttu til. Minna er ekki gott og meira er ekki gott heldur. Það eru margir sem átta sig ekki á því að það er ekki heldur gott að sofa of mikið, þannig að yfir níu tíma er ekki eðlilegt, þannig að sjö til átta fær vinninginn“, segir Erla og bætir við að henni finnist fólk oft kærulaust með svefninn. „Já, það finnst mér oft á tíðum. Þetta hefur kannski ekki fengið alveg það mikilvægi, sem mér finnst svefninn eiga skilið. Þannig að mig langar svo að fólk átti sig á því hvað það eru ótrúlega merkilegir hlutir að gerst í líkama okkar og heilanum þegar við sofum, sem er bara mjög nauðsynlegur hluti af góðri heilsu.“ Á námskeiðinu var m.a. fjallað um svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Nýlega var haldið fimm daga námskeið fyrir lækna á Grímsborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem megin áherslan var lögð á streitu, seiglu, svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt. Góður svefn er eitt af því sem læknar ráðleggja skjólstæðingum sínum og þetta er eitt af ráðunum. „Virða svefninn, virða svefntímann, þetta er ekki einhver afgangsstærð, þar sem þykir flott að sofa lítið, það er mikill misskilningur. Þannig að virðum svefntímann og gefur okkur tíma til að sofa og búum til þær aðstæður í okkar lífi að við getum sofið,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsufræðingur og einn af fyrirlesurum á námskeiðinu. Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur , sem var einn af fyrirlesurum á námskeiðinu fyrir lækna, sem haldið var nýlega í Grímsborgum. Hún fjallaði m.a. um svefn og líkamsklukkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eigum við að sofa mikið ? „Meðalmaðurinn þarf sjö til átta tíma að nóttu til. Minna er ekki gott og meira er ekki gott heldur. Það eru margir sem átta sig ekki á því að það er ekki heldur gott að sofa of mikið, þannig að yfir níu tíma er ekki eðlilegt, þannig að sjö til átta fær vinninginn“, segir Erla og bætir við að henni finnist fólk oft kærulaust með svefninn. „Já, það finnst mér oft á tíðum. Þetta hefur kannski ekki fengið alveg það mikilvægi, sem mér finnst svefninn eiga skilið. Þannig að mig langar svo að fólk átti sig á því hvað það eru ótrúlega merkilegir hlutir að gerst í líkama okkar og heilanum þegar við sofum, sem er bara mjög nauðsynlegur hluti af góðri heilsu.“ Á námskeiðinu var m.a. fjallað um svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira