Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2021 12:36 Jón Magnússon, lögmaður. VÍSIR Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06