Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2021 12:36 Jón Magnússon, lögmaður. VÍSIR Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06