Þann 16. desember vann Barcelona 2-1 sigur á Real Sociedad. Í þeim leik tókst Lionel Messi hvorki að skora né leggja upp. Síðan þá hefur Messi spilað 14 deildarleiki og skorað eða lagt upp í þeim öllum.
Lionel Messi failed to score or assist in a league match for the first time since in last night's win over Real Valladolid pic.twitter.com/TqYGbEY3Gt
— WhoScored.com (@WhoScored) April 6, 2021
Messi hefði eflaust verið til í að fórna þessari frábæru tölfræði fyrir 14 sigra í 14 leikjum en tveir af þessum leikjum enduðu með jafntefli. Valencia og Cádiz náðu í stig á Camp Nou. Ef Börsungar hefðu náð sigri í öðrum hvorum leiknum væru þeir á toppi deildarinnar um þessar mundir.
Þeir geta þó varla kvartað en eftir herfilega byrjun á tímabilinu var óvíst hvort Barcelona myndi enda í Meistaradeildarsæti. Þegar níu umferðir eru eftir af deildinni er hins vegar allt galopið enn og væri glapræði að veðja gegn Börsungum sem eru á hörku skriði um þessar mundir.
Ótrúlegt gengi Messi
Barcelona 2-2 Valencia [Mark]
Barcelona 3-0 Valladolid [Mark og stoðsending]
Barcelona 1-0 Huesca [Stoðsending]
Barcelona 3-2 Athletic Bilbao [Tvö mörk]
Barcelona 4-0 Granada [Tvö mörk]
Barcelona 2-1 Ath. Bilbao [Mark]
Barcelona 3-2 Real Betis [Mark]
Barcelona 5-1 Alaves [Tvö mörk og stoðsending]
Barcelona 1-1 Cádiz [Mark]
Barcelona 3-0 Elche [Tvö mörk]
Barcelona 2-0 Sevilla [Mark og stoðsending]
Barcelona 2-0 Osasuna [Tvær stoðsendingar]
Barcelona 4-1 Huesca [Tvö mörk og stoðsending]
Barcelona 6-1 Real Sociedad [Tvö mörk og stoðsending]
Samtals: 18 mörk og 8 stoðsendingar

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.