Nýsköpun og samfélagslegur ávinningur - málefni aldraðra Halldór S. Guðmundsson skrifar 6. apríl 2021 13:30 Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun