Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 20:00 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali. Vísir/Vilhelm Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. Yfirþrýstingur kviku sem varð til þess að ný gossprunga opnaðist í Meradölum á Reykjanesi, rétt hjá gosstöðvunum í Geldingadölum, í gær er enn til staðar. Þorvaldur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að önnur sprunga gæti því hugsanlega myndast. „Ég myndi nú halda að það væri kannski líklegast miðað við stöðuna í dag eins og þessar sprungur sem er búið að kortleggja að það myndi gerast á milli þessa tveggja gosstaða sem eru í gangi núna en það er líka hugsanlegt að það gerist fyrir norðan nýja staðinn,“ sagði Þorvaldur sem taldi ólíklegt að sprunga myndaðist sunnan núverandi gosstaða. Spurður að því hvort að hraun gæti náð að Faxaflóa ef fleiri gossprungur opnast norðan við Meradali og Geldingadali sagðist Þorvaldur ekki telja það að svo stöddu. Framleiðsla gossins sé það lítil og ný sprunga næði líklega ekki svo langt norður til að senda hraun niður að flóanum. „En ef að gosið gefur í og sprungan lengist verulega til norðurs ef það alveg möguleiki,“ sagði Þorvaldur. Hann sér fyrir sér langt gos. Það hafi byrjað með jöfnum dampi og haldið honum. „Venjulega byrja gos af miklum yfirþrýstingi og síðan fellur þrýstingurinn og þá fjarar gosið út smátt og smátt. En þetta kemur bara upp með jafnaðargeði eins og einhver segir og heldur þessu bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Yfirþrýstingur kviku sem varð til þess að ný gossprunga opnaðist í Meradölum á Reykjanesi, rétt hjá gosstöðvunum í Geldingadölum, í gær er enn til staðar. Þorvaldur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að önnur sprunga gæti því hugsanlega myndast. „Ég myndi nú halda að það væri kannski líklegast miðað við stöðuna í dag eins og þessar sprungur sem er búið að kortleggja að það myndi gerast á milli þessa tveggja gosstaða sem eru í gangi núna en það er líka hugsanlegt að það gerist fyrir norðan nýja staðinn,“ sagði Þorvaldur sem taldi ólíklegt að sprunga myndaðist sunnan núverandi gosstaða. Spurður að því hvort að hraun gæti náð að Faxaflóa ef fleiri gossprungur opnast norðan við Meradali og Geldingadali sagðist Þorvaldur ekki telja það að svo stöddu. Framleiðsla gossins sé það lítil og ný sprunga næði líklega ekki svo langt norður til að senda hraun niður að flóanum. „En ef að gosið gefur í og sprungan lengist verulega til norðurs ef það alveg möguleiki,“ sagði Þorvaldur. Hann sér fyrir sér langt gos. Það hafi byrjað með jöfnum dampi og haldið honum. „Venjulega byrja gos af miklum yfirþrýstingi og síðan fellur þrýstingurinn og þá fjarar gosið út smátt og smátt. En þetta kemur bara upp með jafnaðargeði eins og einhver segir og heldur þessu bara áfram,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira