Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 00:43 Ný sprunga myndaðist á miðnætti innan við hálfan kílómetra frá upptökunum í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu.
Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira