Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 00:43 Ný sprunga myndaðist á miðnætti innan við hálfan kílómetra frá upptökunum í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu.
Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira