Leikplanið var að sækja hratt á Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 17:01 Þetta var það næsta sem Liverpool komst Toni Kroos í leik liðanna í gær. Þjóðverjinn var hreint út sagt magnaður á miðju Real Madrid í leiknum. Helios de la Rubia/Getty Images Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos var allt í öllu er Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði Real hafa lagt upp með að sækja hratt á Liverpool þegar tækifæri gáfust. „Við vorum mjög einbeittir og hungraðir í upphafi leiks. Við reyndum að sækja á þá frá byrjun því við vissum að þeir hefðu þurft að gera breytingar á varnarlínu sinni vegna meiðsla. Við töldum okkur eiga góða möguleika á að vinna boltann snemma og það gekk vel.“ „Þegar við höfðum boltann vildum við halda í hann og spila fram á við. Allt þetta gekk mjög vel, sérstaklega þegar við töpuðum boltanum þá vorum við fljótir að vinna hann aftur. Það var lykillinn að frammistöðunni í fyrri hálfleik.“ Toni Kroos' first-half by numbers vs. Liverpool:100% long pass accuracy36 passes attempted34 passes completed8 passes into the final 4 passes into the box3 crosses2 chances created1 assistAn absolute joy to watch. pic.twitter.com/tOzu9BKxdC— Squawka Football (@Squawka) April 6, 2021 „Já, það er eðlilegt að reyna átta sig á hvar er best að sækja á vörn mótherjans. Við vitum hvaða gæði þeir hafa fram á við svo auðvitað var ein hugmynd að reyna sækja hratt á þá því þá komast þeir ekki hratt upp völlinn á nýjan leik. Þar eru gæði þeirra hvað mest,“ sagði Kroos aðspurður hvort það hefði verið fyrir fram ákveðið að sækja hratt á vörn Liverpool. „Ég held að það sé engin spurning að við höfum verðskuldað sigurinn í kvöld. Mín skoðun er sú að síðari hálfleikur hafi verið öðruvísi þar sem Liverpool var aðeins meira með boltann en við fengum samt sem áður góð færi. Úrslitin eru fín en við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk í dag.“ „Ef það gengur vel þá er alltaf gott andrúmsloft. Það eru samt tveir leikir og við vitum að það getur allt gerst. Við erum ánægðir með leikinn í dag en við vitum hvað getur gerst. Vitum að við þurfum að halda einbeitingu, verjast vel á Anfield og sækja þegar við getum til að komast í fjórðungsúrslit.“ „Við erum hægt og rólega að venjast því held ég. Komið meira en ár án áhorfenda og ég hef alltaf sagt að liðið sem aðlagast því sem fyrst á eftir að vinna. Auðvitað er það öðruvísi fyrir Liverpool en líka fyrir okkur. Við erum ekki einu sinni að spila á okkar velli, erum á öðrum velli og með enga áhorfendur en við höfum aðlagast vel. Höfum átt góða leiki hér og ætlum að reyna það sama í Liverpool eftir viku.“ „Vinícius Junior er að gera margt rétt. Fyrir okkur sem lið var hann frábær varnarlega, hann varðist Trent Alexander-Arnold mjög vel og keyrði sömuleiðis á hann þegar tækifæri gafst. Vinícius skoraði tvö mörk, var frábær með boltann svo í raun hinn fullkomni leikur frá honum,“ sagði Toni Kroos að lokum aðspurður út í frammistöðu Vinicius Junior í leiknum í gærkvöld. "The idea was to attack their defenders so they cannot move up quickly" Real Madrid midfield Maestro Toni Kroos breaks down the tactical plan to beat Liverpool@AndyMitten @ToniKroos @realmadriden @LFC #RMALIV | #UCL pic.twitter.com/bkQHsRHT8K— Sony Sports (@SonySportsIndia) April 7, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Real í góðum málum eftir öruggan sigur á Liverpool Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku. 6. apríl 2021 21:00 Vorum einfaldlega ekki nægilega beittir í kvöld Hollendingurinn Georginio Wijnaldum bar fyrirliðaband Liverpool er liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 6. apríl 2021 21:46 „Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“ Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané. 7. apríl 2021 08:02 Sjáðu hvernig Vinícius fór með Liverpool og atvikið umdeilda í sigri City Öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld má nú sjá hér á Vísi. Real Madrid vann 3-1 sigur gegn Liverpool á Spáni en Manchester City tryggði sér 2-1 heimasigur gegn Dortmund á 90. mínútu. 7. apríl 2021 11:00 Leikmenn Liverpool beittir kynþáttaníði Trent Alexander-Arnold og Naby Keita, leikmenn Liverpool, voru beittir kynþáttaníði í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í gærkvöld þegar liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 7. apríl 2021 11:31 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
„Við vorum mjög einbeittir og hungraðir í upphafi leiks. Við reyndum að sækja á þá frá byrjun því við vissum að þeir hefðu þurft að gera breytingar á varnarlínu sinni vegna meiðsla. Við töldum okkur eiga góða möguleika á að vinna boltann snemma og það gekk vel.“ „Þegar við höfðum boltann vildum við halda í hann og spila fram á við. Allt þetta gekk mjög vel, sérstaklega þegar við töpuðum boltanum þá vorum við fljótir að vinna hann aftur. Það var lykillinn að frammistöðunni í fyrri hálfleik.“ Toni Kroos' first-half by numbers vs. Liverpool:100% long pass accuracy36 passes attempted34 passes completed8 passes into the final 4 passes into the box3 crosses2 chances created1 assistAn absolute joy to watch. pic.twitter.com/tOzu9BKxdC— Squawka Football (@Squawka) April 6, 2021 „Já, það er eðlilegt að reyna átta sig á hvar er best að sækja á vörn mótherjans. Við vitum hvaða gæði þeir hafa fram á við svo auðvitað var ein hugmynd að reyna sækja hratt á þá því þá komast þeir ekki hratt upp völlinn á nýjan leik. Þar eru gæði þeirra hvað mest,“ sagði Kroos aðspurður hvort það hefði verið fyrir fram ákveðið að sækja hratt á vörn Liverpool. „Ég held að það sé engin spurning að við höfum verðskuldað sigurinn í kvöld. Mín skoðun er sú að síðari hálfleikur hafi verið öðruvísi þar sem Liverpool var aðeins meira með boltann en við fengum samt sem áður góð færi. Úrslitin eru fín en við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk í dag.“ „Ef það gengur vel þá er alltaf gott andrúmsloft. Það eru samt tveir leikir og við vitum að það getur allt gerst. Við erum ánægðir með leikinn í dag en við vitum hvað getur gerst. Vitum að við þurfum að halda einbeitingu, verjast vel á Anfield og sækja þegar við getum til að komast í fjórðungsúrslit.“ „Við erum hægt og rólega að venjast því held ég. Komið meira en ár án áhorfenda og ég hef alltaf sagt að liðið sem aðlagast því sem fyrst á eftir að vinna. Auðvitað er það öðruvísi fyrir Liverpool en líka fyrir okkur. Við erum ekki einu sinni að spila á okkar velli, erum á öðrum velli og með enga áhorfendur en við höfum aðlagast vel. Höfum átt góða leiki hér og ætlum að reyna það sama í Liverpool eftir viku.“ „Vinícius Junior er að gera margt rétt. Fyrir okkur sem lið var hann frábær varnarlega, hann varðist Trent Alexander-Arnold mjög vel og keyrði sömuleiðis á hann þegar tækifæri gafst. Vinícius skoraði tvö mörk, var frábær með boltann svo í raun hinn fullkomni leikur frá honum,“ sagði Toni Kroos að lokum aðspurður út í frammistöðu Vinicius Junior í leiknum í gærkvöld. "The idea was to attack their defenders so they cannot move up quickly" Real Madrid midfield Maestro Toni Kroos breaks down the tactical plan to beat Liverpool@AndyMitten @ToniKroos @realmadriden @LFC #RMALIV | #UCL pic.twitter.com/bkQHsRHT8K— Sony Sports (@SonySportsIndia) April 7, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Real í góðum málum eftir öruggan sigur á Liverpool Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku. 6. apríl 2021 21:00 Vorum einfaldlega ekki nægilega beittir í kvöld Hollendingurinn Georginio Wijnaldum bar fyrirliðaband Liverpool er liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 6. apríl 2021 21:46 „Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“ Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané. 7. apríl 2021 08:02 Sjáðu hvernig Vinícius fór með Liverpool og atvikið umdeilda í sigri City Öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld má nú sjá hér á Vísi. Real Madrid vann 3-1 sigur gegn Liverpool á Spáni en Manchester City tryggði sér 2-1 heimasigur gegn Dortmund á 90. mínútu. 7. apríl 2021 11:00 Leikmenn Liverpool beittir kynþáttaníði Trent Alexander-Arnold og Naby Keita, leikmenn Liverpool, voru beittir kynþáttaníði í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í gærkvöld þegar liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 7. apríl 2021 11:31 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Real í góðum málum eftir öruggan sigur á Liverpool Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku. 6. apríl 2021 21:00
Vorum einfaldlega ekki nægilega beittir í kvöld Hollendingurinn Georginio Wijnaldum bar fyrirliðaband Liverpool er liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 6. apríl 2021 21:46
„Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“ Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané. 7. apríl 2021 08:02
Sjáðu hvernig Vinícius fór með Liverpool og atvikið umdeilda í sigri City Öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld má nú sjá hér á Vísi. Real Madrid vann 3-1 sigur gegn Liverpool á Spáni en Manchester City tryggði sér 2-1 heimasigur gegn Dortmund á 90. mínútu. 7. apríl 2021 11:00
Leikmenn Liverpool beittir kynþáttaníði Trent Alexander-Arnold og Naby Keita, leikmenn Liverpool, voru beittir kynþáttaníði í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í gærkvöld þegar liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 7. apríl 2021 11:31