Lífið

Segist vera „ógeðslega góður í að sleikja píku“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Karakterinn Víkingur í þáttunum Vegferð útskýrir fyrir vini sínum, Ólafi Darra, hvers vegna hann hafi alltaf átt svona sætar kærustur. 
Karakterinn Víkingur í þáttunum Vegferð útskýrir fyrir vini sínum, Ólafi Darra, hvers vegna hann hafi alltaf átt svona sætar kærustur.  Stöð 2

Fyrsti þátturinn af sjóvarpseríunni Vegferð fór í loftið á Stöð 2 um páskana. Aðalleikararnir og vinirnir Ólafur Darri og Víkingur leggja af stað í ferð um landið til þess að kúpla sig út úr daglegu amstri og freista þess að styrkja vinaböndin. 

Í þáttunum heita karakterarnir þeirra eigin nöfnum. Víkingur skrifar handritið en fram hefur komið að þeir eru ýktar útgáfur af sjálfum sér í þáttunum. Ólafur Darri hefur til dæmis sagt að hann sé dóni og ömurlegur gaur í þáttunum.

Víkingur ekki myndarlegur heldur dúlla

Í fyrsta stoppinu í Borgarnesi fer Ólafur Darri að undra sig á því af hverju Víkingur hafi alltaf átt myndarlegar kærastur, því hann sjálfur sé ekkert sérstaklega myndarlegur, meira svona dúlla.

„Þú gerir þér grein fyrir því að ég hef bara átt mjög sætar kærustur,“ segir Víkingur og er Ólafur Darri fljótur að svara.

Já, ég skil ekkert í því. Þú er ekki með stórt typpi. Ég veit það, ég hef séð það. 

Víkingur segir ástæðuna einfalda. 

„Ég er ógeðslega góður í að sleikja píku.“

 Í framhaldinu byrjar mjög svo kómísk og grafísk útskýring á meintum einstökum hæfileikum og tungufimi hans þegar kemur að því að veita konum munnmök.

Klippan hér að neðan segir meira en flest orð.  

Klippa: Sleikja píku

Þættirnir Vegferð verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum kl. 19:35. Leikstjóri þáttanna er Baldvin Z.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×