Körfubolti

Sólirnar sigu loks til viðar eftir mikinn hita

Sindri Sverrisson skrifar
Jae Crowder kemur skilaboðum til dómara eftir brot Patricks Beverley á Chris Paul. Beverley var rekinn af velli en mikill hiti var í leiknum.
Jae Crowder kemur skilaboðum til dómara eftir brot Patricks Beverley á Chris Paul. Beverley var rekinn af velli en mikill hiti var í leiknum. AP/Marcio Jose Sanchez

Sjö leikja sigurgöngu Phoenix Suns lauk í Los Angeles í nótt þegar liðið tapaði 113-103 fyrir LA Clippers í NBA-deildinni í körfubolta. Paul George og Kawhi Leonard skoruðu samtals 60 stig í leiknum.

Phoenix vann Utah Jazz í framlengdum leik í fyrrinótt en náði ekki að fylgja því eftir. Utah vann Portland Trail Blazers, 122-103, í nótt og er nú með sterkari stöðu á toppi vesturdeildarinnar.

Utah (39 sigrar/13 töp) er efst, Phoenix (36/15) í 2. sæti og Clippers (35/18) í 3. sæti.

Það var mikill hiti í leiknum í Los Angeles þar sem þrjár tæknivillur og tvær óíþróttamannslegar villur voru gefnar á síðustu 24 mínútunum, og tveimur leikmönnum, Patrick Beverley og Marcus Morris Sr., vikið af velli.

Clippers voru átta stigum undir í þriðja leikhluta en náðu að koma sér yfir fyrir lok hans, í 83-81. Heimamenn náðu svo mest 16 stiga forskoti í fjórða leikhlutanum. George skoraði 33 stig fyrir þá í leiknum og Leonard 27.

Úrslit næturinnar:

  • Toronto 113-122 Chicago
  • Miami 110-104 LA Lakers
  • Oklahoma 102-129 Cleveland
  • Dallas 116-101 Milwaukee
  • Utah 122-103 Portland
  • LA Clippers 113-103 Phoenix
  • Sacramento 101-113 Detroit

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×