Bakslag og Grealish frá næstu vikurnar | EM gæti verið í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2021 22:00 Það eru enn nokkrar vikur í að Grealish snúi aftur á völlinn. Neville Williams/Getty Images Fyrir ekki svo löngu síðan virtist sem Jack Grealish væri á leiðinni á Evrópumótið í sumar með enska landsliðinu. Hann hefur hins vegar misst af síðustu sjö leikjum Aston Villa og verður frá í nokkrar vikur til viðbótar. Dean Smith, þjálfari Aston Villa, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Jack Grealish yrði frá næstu vikurnar þar sem hann hefði ekki jafnað sig af meiðslum. Ekki er alveg staðfest hver meiðslin eru en Grealish er talinn meiddur á kálfa, sköflung eða ökkla. #AVFC captain Jack Grealish will be out for another "few weeks" after suffering a setback in his recovery from injury, says head coach Dean Smith.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2021 „Það kom bakslag í þetta og hann verður frá næstu vikurnar. Hann þoldi ekki álagið. Við vitum að þetta eru ekki langtíma meiðsli en við ýttum honum mögulega of fljótt af stað,“ sagði Smith á blaðamannafundi í dag en Villa mætir Liverpool á morgun. Grealish hefur verið frábær með Aston Villa á leiktíðinni og lagt upp 12 mörk ásamt því að skora sex í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Talið var nær öruggt að hann yrði í enska landsliðshópnum sem færi á EM en nú er öldin önnur. Þó bæði Gary Neville og Jamie Carragher myndu taka hann með á mótið er óvíst hvað Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, gerir. Upprisa Jesse Lingard þýðir að hann er kominn inn í myndina og þá gleymist hversu öflugur Jadon Sancho hefur verið með Borussia Dortmund á leiktíðinni. Svo er óvíst hvar Grealish passar inn í 3-4-3 leikkerfið sem England mun að öllum líkindum spila í sumar. Eftir frábært tímabil er ljóst að Grealish hefði ekki getað meiðst á verri tíma. Hann þarf að sýna Southgate að hann sé klár í slaginn áður en hópurinn verður tilkynntur. Það verður í síðasta lagi 11. maí næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Dean Smith, þjálfari Aston Villa, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Jack Grealish yrði frá næstu vikurnar þar sem hann hefði ekki jafnað sig af meiðslum. Ekki er alveg staðfest hver meiðslin eru en Grealish er talinn meiddur á kálfa, sköflung eða ökkla. #AVFC captain Jack Grealish will be out for another "few weeks" after suffering a setback in his recovery from injury, says head coach Dean Smith.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2021 „Það kom bakslag í þetta og hann verður frá næstu vikurnar. Hann þoldi ekki álagið. Við vitum að þetta eru ekki langtíma meiðsli en við ýttum honum mögulega of fljótt af stað,“ sagði Smith á blaðamannafundi í dag en Villa mætir Liverpool á morgun. Grealish hefur verið frábær með Aston Villa á leiktíðinni og lagt upp 12 mörk ásamt því að skora sex í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Talið var nær öruggt að hann yrði í enska landsliðshópnum sem færi á EM en nú er öldin önnur. Þó bæði Gary Neville og Jamie Carragher myndu taka hann með á mótið er óvíst hvað Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, gerir. Upprisa Jesse Lingard þýðir að hann er kominn inn í myndina og þá gleymist hversu öflugur Jadon Sancho hefur verið með Borussia Dortmund á leiktíðinni. Svo er óvíst hvar Grealish passar inn í 3-4-3 leikkerfið sem England mun að öllum líkindum spila í sumar. Eftir frábært tímabil er ljóst að Grealish hefði ekki getað meiðst á verri tíma. Hann þarf að sýna Southgate að hann sé klár í slaginn áður en hópurinn verður tilkynntur. Það verður í síðasta lagi 11. maí næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn