Ekki kemur fram hvað flokkurinn kallast né hverjir gætu verið í framboði fyrir hann í pistli sem Rasmussen skrifar í dagblaðið BT. Þar segist hann hafa metnað til þess að hrinda af stað breytingum og taka sér stöðu á milli vinstri- og hægri blokkarinnar í dönskum stjórnmálum.
Rasmussen, sem var forsætisráðherra, frá 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019, þarf að safna rúmlega tuttugu þúsund undirskriftum til þess að flokkur hans komist á kjörseðilinn. Í pistli sínum segir að hann fleiri en 15.000 manns hafi þegar skráð sig í ný pólitísk samtök sem hann stofnaði í janúar og kallast „Pólitíski fundarstaðurinn“.
Á meðal stefnumála nýs flokks er að lækka skatta á fyrirtæki til þess að efla samkeppnisstöðu Danmerkur en einnig að auka og bæta aðstoð við þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu.