Dæmdur fyrir líkamsárás í kjölfar umferðarofsa á Miklubraut Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 18:36 Umferðarofsi þar sem ökumenn gáfu hvor öðrum niðrandi fingurmerki var kveikjan að málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir minniháttar líkamsárás sem átti sér stað eftir umferðarofsa á Miklubraut í október árið 2018. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira