Ólöglegt eftirlit á Akranesi Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 13. apríl 2021 12:01 Á Akranesi fer fram eftirlit með hraðakstri ökumanna. Slíkt eftirlit er auðvitað gott og blessað, enda mikilvægt að ökumenn keyri innan hraðamarka til að tryggja öryggi sitt og annarra vegfarenda. Eftirlitið á Akranesi fer þó fram með fremur athyglisverðum hætti. Hvítri bifreið af gerðinni Volkswagen Caddy er lagt hér og þar um bæinn, oftast ólöglega. Í bifreiðinni er myndavél sem tekur myndir af þeim sem aka of hratt. Hún ber ekki með sér að vera lögreglubifreið, enda ekki merkt sem slík. Ég gef mér þó að þarna sé lögregla á ferð, eða a.m.k. aðili sem þjónustar lögregluna á einhvern hátt. Undirritaður þekkir þó nokkra sem lent hafa í klóm bifreiðarinnar, sumir þeirra oftar einu sinni. Má eftirlitið fara fram með leynd? Um eftirlitið og þær myndir sem teknar eru í hvítu bifreiðinni gilda lög nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í lögunum er tiltekið að vinnsla á persónuupplýsingum, þ.e. myndataka í þessu tilfelli, eigi að fara fram með sanngjörnum hætti. Í því felst að gagnsæi verður að vera til staðar gagnvart einstaklingum, þ.e. að þeir séu meðvitaðir um eftirlitið. Á kröfunni um gagnsæi eru þó að sjálfsögðu ákveðnar undantekningar. Henni er ekki ætlað að koma í veg fyrir að löggæsluyfirvöld sinni starfsemi sem miðar að því að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um, saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum. Slík starfsemi verður þó að teljast nauðsynleg og hófleg ráðstöfun. Í einföldu máli má segja að vöktun með leynd sé heimil í ákveðnum tilvikum þar sem vægari úrræði duga ekki til. Gefum okkur til dæmis að rökstuddur grunur sé uppi um að tilteknir einstaklingar standi að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Lögregla grípur til þess ráðs að hlera símtöl þeirra. Hér gefur augaleið að óheppilegt væri að upplýsa hina meintu fíkniefnasala um eftirlitið, enda myndu þeir eflaust grípa á það ráð að eiga tiltekin samskipti með öðrum hætti en í gegnum síma. Þar með gætu þeir haldið áfram að komast upp með hið meinta ólögmæta athæfi. Í þessu tilfelli má segja að vöktun með leynd sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir refsivert brot og ekki þarf því að upplýsa um hana. Hið sama verður ekki sagt um eftirlit með hraðakstri ökumanna. Ólíkt hinum meintu fíkniefnasölum, þá er yfirleitt ekki um einbeittan brotavilja að ræða hjá ökumönnum og ólíklegt að þeir grípi til ráðstafana til að komast upp með þá háttsemi að keyra of hratt, svo sem fari aðra leið til að svala þörf sinni fyrir hraðakstur. Með vitneskju um staðsetningu lögreglunnar grípa flestir ökumenn á það sjálfsagða ráð að virða hraðamörk. Eftirlit með leynd er því á engan hátt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir brot þeirra. Undirritaður vill taka fram að hann er á engan hátt talsmaður hraðaksturs og öll erum við eflaust sammála um að hann er hættulegur. Með sýnileika lögreglu er komið í veg fyrir hraðakstur og hættunni sem af honum hlýst er afstýrt. Þegar lögregla liggur í leyni er hinu hættulega ástandi aftur á móti viðhaldið og aðferðin því ekki til þess fallin að tryggja öryggi ökumanna og annarra vegfarenda. Höfundur býr á Akranesi og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Umferðaröryggi Akranes Lögreglan Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Akranesi fer fram eftirlit með hraðakstri ökumanna. Slíkt eftirlit er auðvitað gott og blessað, enda mikilvægt að ökumenn keyri innan hraðamarka til að tryggja öryggi sitt og annarra vegfarenda. Eftirlitið á Akranesi fer þó fram með fremur athyglisverðum hætti. Hvítri bifreið af gerðinni Volkswagen Caddy er lagt hér og þar um bæinn, oftast ólöglega. Í bifreiðinni er myndavél sem tekur myndir af þeim sem aka of hratt. Hún ber ekki með sér að vera lögreglubifreið, enda ekki merkt sem slík. Ég gef mér þó að þarna sé lögregla á ferð, eða a.m.k. aðili sem þjónustar lögregluna á einhvern hátt. Undirritaður þekkir þó nokkra sem lent hafa í klóm bifreiðarinnar, sumir þeirra oftar einu sinni. Má eftirlitið fara fram með leynd? Um eftirlitið og þær myndir sem teknar eru í hvítu bifreiðinni gilda lög nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í lögunum er tiltekið að vinnsla á persónuupplýsingum, þ.e. myndataka í þessu tilfelli, eigi að fara fram með sanngjörnum hætti. Í því felst að gagnsæi verður að vera til staðar gagnvart einstaklingum, þ.e. að þeir séu meðvitaðir um eftirlitið. Á kröfunni um gagnsæi eru þó að sjálfsögðu ákveðnar undantekningar. Henni er ekki ætlað að koma í veg fyrir að löggæsluyfirvöld sinni starfsemi sem miðar að því að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um, saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum. Slík starfsemi verður þó að teljast nauðsynleg og hófleg ráðstöfun. Í einföldu máli má segja að vöktun með leynd sé heimil í ákveðnum tilvikum þar sem vægari úrræði duga ekki til. Gefum okkur til dæmis að rökstuddur grunur sé uppi um að tilteknir einstaklingar standi að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Lögregla grípur til þess ráðs að hlera símtöl þeirra. Hér gefur augaleið að óheppilegt væri að upplýsa hina meintu fíkniefnasala um eftirlitið, enda myndu þeir eflaust grípa á það ráð að eiga tiltekin samskipti með öðrum hætti en í gegnum síma. Þar með gætu þeir haldið áfram að komast upp með hið meinta ólögmæta athæfi. Í þessu tilfelli má segja að vöktun með leynd sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir refsivert brot og ekki þarf því að upplýsa um hana. Hið sama verður ekki sagt um eftirlit með hraðakstri ökumanna. Ólíkt hinum meintu fíkniefnasölum, þá er yfirleitt ekki um einbeittan brotavilja að ræða hjá ökumönnum og ólíklegt að þeir grípi til ráðstafana til að komast upp með þá háttsemi að keyra of hratt, svo sem fari aðra leið til að svala þörf sinni fyrir hraðakstur. Með vitneskju um staðsetningu lögreglunnar grípa flestir ökumenn á það sjálfsagða ráð að virða hraðamörk. Eftirlit með leynd er því á engan hátt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir brot þeirra. Undirritaður vill taka fram að hann er á engan hátt talsmaður hraðaksturs og öll erum við eflaust sammála um að hann er hættulegur. Með sýnileika lögreglu er komið í veg fyrir hraðakstur og hættunni sem af honum hlýst er afstýrt. Þegar lögregla liggur í leyni er hinu hættulega ástandi aftur á móti viðhaldið og aðferðin því ekki til þess fallin að tryggja öryggi ökumanna og annarra vegfarenda. Höfundur býr á Akranesi og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun