„Ég hef alltaf trúað honum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Ebba Guðný sat réttarhöldin yfir Oscari Pistorius á sínum tíma enda góður vinur fjölskyldunnar. vísir/vilhelm Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. Í kjölfarið kynntist fjölskyldan manni sem fæddist með sama galla og heitir hann Oscar Pistorius og er heimþekktur spretthlaupari. Hann er aftur á móti í dag hvað þekktastur fyrir það að sitja í fangelsi í Suður-Afríku fyrir morð. Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, á Valentínusardeginum árið 2013. Pistorius skaut Steenkamp fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurð á heimili þeirra í Pretoriu. Pistorius viðurkenndi að hafa skotið hana en sagðist hafa talið að hún væri innbrotsþjófur. Ebba Guðný var á þeim tíma orðin góð vinkona Pistorius og sat hún nánast öll réttarhöldin yfir honum á sínum tíma. Ebba segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir fjölskylduna að sjá hvernig Oscar Pistorius lifði lífinu með sinni fötlun. „Við höfum heimsótt hann í fangelsi á hverju ári. Það var mikið áfall fyrir okkur sem fjölskyldu að fá þessar fréttir á sínum tíma,“ segir Ebba og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ebba Guðný Guðmundsdóttir „Ég vissi að þetta gæti ekki verið svona. Við þekkjum Suður-Afríku vel enda bjuggum við þar 2010-11. Maður þarf að vara sig en að vera viðstödd svona réttarhöld var súrealískt og átakanlegt. Þetta er bara svo hræðilegt og það er aldrei hægt að fyrirgefa sér að gera svona mistök. Þetta var líka svo hræðilegt því að við vissum meira en aðrir því við þekkjum fjölskylduna svo vel. Það voru t.d. fyrirsagnir í blöðum að hann hafi barið hana í höfuðið og mölbrotið höfuðkúpuna hennar með svona krikketkylfu sem er bara bull, og það var mynd af blóði og kylfu. Þetta er aldrei leiðrétt og það var endalaust svona, að það hefðu fundist sterar og bara nefndu það,“ segir Ebba sem segir að Oscar hafi verið málaður mjög illa upp í fjölmiðlum. „Ég átti ekki bágt samt, hann átti bágt og foreldrar hennar Reevu, en sem vinur var þetta erfitt. Okkur fannst öllum erfitt að vita til þess að það væri verið að keyra hann í fangelsi og þú stendur höllum fæti þar með gervifætur. Þetta tók alveg á og ég man að ég var alveg vör við kvíða og svona.“ Kvíðinn eftir frægðina Oscar Pistorius hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég hef alltaf trúað honum, algjörlega. Ég hef komið í þetta hús og þekki það vel. Í fyrsta lagi er rosalega dimmt þarna og ekki svona ljósastaurar út um allt eins og hér. Það er mikil hræðsla í Suður-Afríku af því að þegar innbrotsþjófar mæta eru þeir komnir til að misþyrma og drepa. Lífið er svo lítils virði og það er svo mikill munur á ríkum og fátækum og það er aðalmálið. Þarna eru flísar á gólfinu og hann er að lofta um fæturna úti. Ég þekki það mjög vel enda þarf Hafliði að gera það reglulega og ég hjálpa honum með það. Hún læðist á klósettið, það er allt dimmt og hann heyrir ekkert í henni. Svo heyrir hann þrusk inni á klósetti og hann var svolítið kvíðinn eftir að hafa orðið frægur svolítið hratt og mjög ungur og ekki með foreldra. Mamma hans deyr þegar hann er fjórtán ára og pabbi hans ekki til staðar.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ebba um sjónvarpsmennskuna, þátttöku hennar í Allir geta dansað, hvernig lífið breyttist þegar Hafliði kom í heiminn, leiklistina og áhuga hennar á því að leika meira og margt fleira. Einkalífið Oscar Pistorius Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. Í kjölfarið kynntist fjölskyldan manni sem fæddist með sama galla og heitir hann Oscar Pistorius og er heimþekktur spretthlaupari. Hann er aftur á móti í dag hvað þekktastur fyrir það að sitja í fangelsi í Suður-Afríku fyrir morð. Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, á Valentínusardeginum árið 2013. Pistorius skaut Steenkamp fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurð á heimili þeirra í Pretoriu. Pistorius viðurkenndi að hafa skotið hana en sagðist hafa talið að hún væri innbrotsþjófur. Ebba Guðný var á þeim tíma orðin góð vinkona Pistorius og sat hún nánast öll réttarhöldin yfir honum á sínum tíma. Ebba segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir fjölskylduna að sjá hvernig Oscar Pistorius lifði lífinu með sinni fötlun. „Við höfum heimsótt hann í fangelsi á hverju ári. Það var mikið áfall fyrir okkur sem fjölskyldu að fá þessar fréttir á sínum tíma,“ segir Ebba og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ebba Guðný Guðmundsdóttir „Ég vissi að þetta gæti ekki verið svona. Við þekkjum Suður-Afríku vel enda bjuggum við þar 2010-11. Maður þarf að vara sig en að vera viðstödd svona réttarhöld var súrealískt og átakanlegt. Þetta er bara svo hræðilegt og það er aldrei hægt að fyrirgefa sér að gera svona mistök. Þetta var líka svo hræðilegt því að við vissum meira en aðrir því við þekkjum fjölskylduna svo vel. Það voru t.d. fyrirsagnir í blöðum að hann hafi barið hana í höfuðið og mölbrotið höfuðkúpuna hennar með svona krikketkylfu sem er bara bull, og það var mynd af blóði og kylfu. Þetta er aldrei leiðrétt og það var endalaust svona, að það hefðu fundist sterar og bara nefndu það,“ segir Ebba sem segir að Oscar hafi verið málaður mjög illa upp í fjölmiðlum. „Ég átti ekki bágt samt, hann átti bágt og foreldrar hennar Reevu, en sem vinur var þetta erfitt. Okkur fannst öllum erfitt að vita til þess að það væri verið að keyra hann í fangelsi og þú stendur höllum fæti þar með gervifætur. Þetta tók alveg á og ég man að ég var alveg vör við kvíða og svona.“ Kvíðinn eftir frægðina Oscar Pistorius hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég hef alltaf trúað honum, algjörlega. Ég hef komið í þetta hús og þekki það vel. Í fyrsta lagi er rosalega dimmt þarna og ekki svona ljósastaurar út um allt eins og hér. Það er mikil hræðsla í Suður-Afríku af því að þegar innbrotsþjófar mæta eru þeir komnir til að misþyrma og drepa. Lífið er svo lítils virði og það er svo mikill munur á ríkum og fátækum og það er aðalmálið. Þarna eru flísar á gólfinu og hann er að lofta um fæturna úti. Ég þekki það mjög vel enda þarf Hafliði að gera það reglulega og ég hjálpa honum með það. Hún læðist á klósettið, það er allt dimmt og hann heyrir ekkert í henni. Svo heyrir hann þrusk inni á klósetti og hann var svolítið kvíðinn eftir að hafa orðið frægur svolítið hratt og mjög ungur og ekki með foreldra. Mamma hans deyr þegar hann er fjórtán ára og pabbi hans ekki til staðar.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ebba um sjónvarpsmennskuna, þátttöku hennar í Allir geta dansað, hvernig lífið breyttist þegar Hafliði kom í heiminn, leiklistina og áhuga hennar á því að leika meira og margt fleira.
Einkalífið Oscar Pistorius Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”