Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. „Planið gengur út á það að lækka umferðarhraða í hverfunum þannig að öll hverfi verði með 30 hraða og svo verða stofnbrautir lækkaðar ýmist úr 50 eða 60 niður í 40,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Þetta á ekki við um stofnbrautir í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ljósgrænu göturnar eru með 30 km/klst hámarkshraða, dökkgrænu með 40 km/klst hraða og þær bláu með 50 km/klst hámarkshraða samkvæmt skipulaginu. Grænu göturnar á þessu korti tákna götur með þrjátíu kílómetra hámarkshraða og líkt og sést verður það meginreglan í öllum hverfum borgarinnar. Þá verður hraðinn á nokkrum fjölförnum götum sem þó eru nú innan marka með fimmtíu kílómetra hámarkshraða einnig lækkaður. „Það er náttúrulega höfðinn. Hann er mikið að breytast úr 50 í 40 og það er Háaleitisbrautin og Grensásvegur sem fer úr 50 í 40 götu,“ segir Sigurborg. Stærsta breytingin verður á Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði verður lækkaður úr 60 niður í 40. „En við gerum ráð fyrir að það verði í skrefum og jafnvel á sama tíma og borgarlínan,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.vísir/Sigurjón Byrjað verður að lækka hámarkshraða strax í vor en í heild gæti ferlið tekið þrjú til fjögur ár. Götur verða þrengdar, hjólastígar lagðir og hliðum til þess að marka þrjátíu kílómetra hraða götur verður komið fyrir. Hún segir markmiðið að bæta loftgæði, minnka umferðarhávaða og auka öryggi. Aðgerðin eigi ekki að hafa mikil áhrif á umferðartafir. „Það verður minniháttar. Þetta er ekki á stofnbrautunum og er bara inni í hverfunum og mun ekki hafa stór áhrif. En í Reykjavíkurborg erum við nýbúin að samþykkja umferðaröryggisáætlun og þar kemur skýrt fram að líf og heilsa fólks kemur fyrst og fremst. Því verður ekki fórnað fyrir aðra hagsmuni samfélagsins líkt og umferðartafir.“ Samgöngur Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. „Planið gengur út á það að lækka umferðarhraða í hverfunum þannig að öll hverfi verði með 30 hraða og svo verða stofnbrautir lækkaðar ýmist úr 50 eða 60 niður í 40,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Þetta á ekki við um stofnbrautir í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ljósgrænu göturnar eru með 30 km/klst hámarkshraða, dökkgrænu með 40 km/klst hraða og þær bláu með 50 km/klst hámarkshraða samkvæmt skipulaginu. Grænu göturnar á þessu korti tákna götur með þrjátíu kílómetra hámarkshraða og líkt og sést verður það meginreglan í öllum hverfum borgarinnar. Þá verður hraðinn á nokkrum fjölförnum götum sem þó eru nú innan marka með fimmtíu kílómetra hámarkshraða einnig lækkaður. „Það er náttúrulega höfðinn. Hann er mikið að breytast úr 50 í 40 og það er Háaleitisbrautin og Grensásvegur sem fer úr 50 í 40 götu,“ segir Sigurborg. Stærsta breytingin verður á Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði verður lækkaður úr 60 niður í 40. „En við gerum ráð fyrir að það verði í skrefum og jafnvel á sama tíma og borgarlínan,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.vísir/Sigurjón Byrjað verður að lækka hámarkshraða strax í vor en í heild gæti ferlið tekið þrjú til fjögur ár. Götur verða þrengdar, hjólastígar lagðir og hliðum til þess að marka þrjátíu kílómetra hraða götur verður komið fyrir. Hún segir markmiðið að bæta loftgæði, minnka umferðarhávaða og auka öryggi. Aðgerðin eigi ekki að hafa mikil áhrif á umferðartafir. „Það verður minniháttar. Þetta er ekki á stofnbrautunum og er bara inni í hverfunum og mun ekki hafa stór áhrif. En í Reykjavíkurborg erum við nýbúin að samþykkja umferðaröryggisáætlun og þar kemur skýrt fram að líf og heilsa fólks kemur fyrst og fremst. Því verður ekki fórnað fyrir aðra hagsmuni samfélagsins líkt og umferðartafir.“
Samgöngur Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira