Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 20:26 Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur. EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. „Undirbúningur er að hefjast,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu sem hann gaf í dönskum fjölmiðlum í kvöld. Að sögn Kofod er stefnt að því að herinn verði að öllu leyti farinn þann 11. september 2021 en það er sama dagsetning og Bandaríkjamenn hyggjast miða við. Þann dag verða einnig tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana og á fleiri staði í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Að sjálfsögðu munum við ekki leyfa griðarstað fyrir hryðjuverkamenn sem gætu látið til skarar skríða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak eða í Kalífadæminu [yfirráðasvæði íslamska ríkisins, ISIS]. Það er mikilvægt að við berjumst gegn hópum á borð við íslamska ríkið sem okkur stafar ógn af,“ sagði Kofod. Alls hafa 43 danskir hermenn týnt lífi í stríðinu í Afganistan og 214 hafa særst frá því fyrstu hersveitir Dana komu til Afganistan í byrjun árs 2002. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að Danir muni draga mannskap sinn til baka í góðu samráði við bandalagsríki NATO. „Við vinnum þétt með bandamönnum okkar í NATO og bandarískum kollegum okkar í tengslum við að kalla herinn heim,“ segir Bramsen. „Það er ástæða til að þakka dönsku hermönnunum tólf þúsund dönsku hermönnum,“ bætti hún við og vísaði til þeirra sem gegnt hafa herþjónustu í Afganistan. Danska utanríkisráðuneytið fullyrðir að danskar hersveitir hafi tekið þátt í að stuðla að auknum friði í Afganistan. Nýr kafli Líkt og áður segir hafa bandalagsríki NATO og Bandaríkin ákveðið að draga saman seglin í Afganistan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar að þessu tilefni færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann deilir áfram tísti frá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. „Nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Mikilvægt að standa vörð um og ná meiri árangri sem hefur náðst um öryggi, þróun og mannréttindi auk réttinda kvenna og stúlkna. Ísland mun halda áfram að styðja afgönsku þjóðina,“ skrifar Guðlaugur Þór. A new chapter in relations btw #NATO and #Afghanistan. Important to preserve and advance further the progress made on #security, #development, #humanrights + rights of women and girls. will continue to support the people of . @IcelandNATO https://t.co/BZMIbQSIRS— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) April 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Afganistan Hernaður Utanríkismál NATO Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
„Undirbúningur er að hefjast,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu sem hann gaf í dönskum fjölmiðlum í kvöld. Að sögn Kofod er stefnt að því að herinn verði að öllu leyti farinn þann 11. september 2021 en það er sama dagsetning og Bandaríkjamenn hyggjast miða við. Þann dag verða einnig tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana og á fleiri staði í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Að sjálfsögðu munum við ekki leyfa griðarstað fyrir hryðjuverkamenn sem gætu látið til skarar skríða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak eða í Kalífadæminu [yfirráðasvæði íslamska ríkisins, ISIS]. Það er mikilvægt að við berjumst gegn hópum á borð við íslamska ríkið sem okkur stafar ógn af,“ sagði Kofod. Alls hafa 43 danskir hermenn týnt lífi í stríðinu í Afganistan og 214 hafa særst frá því fyrstu hersveitir Dana komu til Afganistan í byrjun árs 2002. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að Danir muni draga mannskap sinn til baka í góðu samráði við bandalagsríki NATO. „Við vinnum þétt með bandamönnum okkar í NATO og bandarískum kollegum okkar í tengslum við að kalla herinn heim,“ segir Bramsen. „Það er ástæða til að þakka dönsku hermönnunum tólf þúsund dönsku hermönnum,“ bætti hún við og vísaði til þeirra sem gegnt hafa herþjónustu í Afganistan. Danska utanríkisráðuneytið fullyrðir að danskar hersveitir hafi tekið þátt í að stuðla að auknum friði í Afganistan. Nýr kafli Líkt og áður segir hafa bandalagsríki NATO og Bandaríkin ákveðið að draga saman seglin í Afganistan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar að þessu tilefni færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann deilir áfram tísti frá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. „Nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Mikilvægt að standa vörð um og ná meiri árangri sem hefur náðst um öryggi, þróun og mannréttindi auk réttinda kvenna og stúlkna. Ísland mun halda áfram að styðja afgönsku þjóðina,“ skrifar Guðlaugur Þór. A new chapter in relations btw #NATO and #Afghanistan. Important to preserve and advance further the progress made on #security, #development, #humanrights + rights of women and girls. will continue to support the people of . @IcelandNATO https://t.co/BZMIbQSIRS— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) April 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Afganistan Hernaður Utanríkismál NATO Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira