Vill bæta stöðu aðstandenda þegar lögregla rannsakar dánarorsök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 06:33 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem meðal annars miðar að því að bæta réttarstöðu aðstandenda látins einstaklings, í þeim tilvikum sem rannsókn lögreglu beinist að dánarorsök. Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður aðstandanda heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. „Aðstandendur hafa kallað eftir að geta fylgst betur með málum, sérstaklega þegar verið er að rannsaka hvernig andlátið hafi borið að,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ráðherra segir frumvarpið varða almennar upplýsingar á meðan mál eru í rannsókn. „Við höfum séð mál koma upp þar sem óvissa ríkir um hvort andlát hafi borið að með saknæmum hætti eða slysförum.“ Frumvarpinu er einnig ætlað að bæta réttarstöðu brotaþola þegar honum hefur verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður. „Þær breytingar sem lagðar eru til í þessu skyni varða til að mynda aukna upplýsingaskyldu lögreglu til brotaþola og aðgang réttargæslumanns að gögnum auk breytinga sem eiga að tryggja að bótakrafa brotaþola komist að á áfrýjunarstigi jafnvel þótt ákærði hafi verið sýknaður í héraði sem og að brotaþoli geti notið aðstoðar réttargæslumanns við skýrslutöku fyrir Landsrétti þótt krafa hans sé ekki til meðferðar þar,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þá eru einnig lagðar til breytingar til að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómstólum og meðal annars lagt til að dómari geti í ákveðnum tilvikum ákveðið að skýrsla af fötluðum brotaþola eða vitni sé tekin í sérútbúnu húsnæði. Einnig að dómari geti kvatt til kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku og að fötluðum sakborningi eða vitni sé heimilt að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutökur. Lögreglumál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður aðstandanda heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. „Aðstandendur hafa kallað eftir að geta fylgst betur með málum, sérstaklega þegar verið er að rannsaka hvernig andlátið hafi borið að,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ráðherra segir frumvarpið varða almennar upplýsingar á meðan mál eru í rannsókn. „Við höfum séð mál koma upp þar sem óvissa ríkir um hvort andlát hafi borið að með saknæmum hætti eða slysförum.“ Frumvarpinu er einnig ætlað að bæta réttarstöðu brotaþola þegar honum hefur verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður. „Þær breytingar sem lagðar eru til í þessu skyni varða til að mynda aukna upplýsingaskyldu lögreglu til brotaþola og aðgang réttargæslumanns að gögnum auk breytinga sem eiga að tryggja að bótakrafa brotaþola komist að á áfrýjunarstigi jafnvel þótt ákærði hafi verið sýknaður í héraði sem og að brotaþoli geti notið aðstoðar réttargæslumanns við skýrslutöku fyrir Landsrétti þótt krafa hans sé ekki til meðferðar þar,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þá eru einnig lagðar til breytingar til að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómstólum og meðal annars lagt til að dómari geti í ákveðnum tilvikum ákveðið að skýrsla af fötluðum brotaþola eða vitni sé tekin í sérútbúnu húsnæði. Einnig að dómari geti kvatt til kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku og að fötluðum sakborningi eða vitni sé heimilt að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutökur.
Lögreglumál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira