Ég skal falla á kné og grátbiðja um endurmat Sigmar Vilhjálmsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Sjá meira
Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun