Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2021 22:02 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira