„Fallegi drengurinn okkar Davíðs kom í heiminn í gær, 15. apríl kl. 18:05. Fæðingin tók ansi langan tíma en allt heppnaðist vel að lokum og kom vær og góður 17 marka og 52 cm drengur í heiminn,“ skrifar Ástrós á Instagram þar sem hún birtir mynd af sér með syninum.
Drengurinn er fyrsta barn þeirra saman, en fyrir á Ástrós dótturina Emmu Rut með Bjarka Má Sigvaldasyni sem lést eftir sjö ára baráttu við krabbamein árið 2019. Sjálfur á Davíð son úr fyrra sambandi.
Ástrós greindi frá óléttunni í viðtali við Einkalífið á sínum tíma þar sem hún ræddi á opinskáan hátt hvernig það hafi verið að ganga í gegnum sorgarferlið og að taka á móti ástinni að nýju. Hún hafi óttast að vera dæmd en Davíð hafi sýnt henni mikla þolinmæði.
„Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ sagði Ástrós.
Hér að neðan má sjá viðtalið við Ástrós í Einkalífinu á síðasta ári.