Hyllir undir skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi Halla Þorvaldsdóttir skrifar 17. apríl 2021 10:30 Í umræðum á Alþingi þann 3. mars sl. kom fram í máli heilbrigðisráherra að skipulögð skimun fyrir ristilkrabbameini er í undirbúningi og að á fjárlögum þessa árs eru ætlaðar til hennar 70 milljónir kr. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir því að skimunin hefjist hér á landi og fagnar því mjög að hún sé nú að verða að veruleika. Ristilskimun hefur ítrekað verið til umræðu á Alþingi sl. 20 ár og frá og með árinu 2018 verið ætlað 70 milljónum til hennar á fjárlögum. Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna og margra Evrópulanda hvað þessa skimun varðar en hún er ein þriggja krabbameinsskimana sem alþjóðastofnanir mæla með. Krabbamein í ristli og endaþarmi er annað algengasta krabbameinið á Íslandi en undanfarin fimm ár hafa á hverju ári að meðaltali greinst 187 mein hér á landi og 68 látist úr þeim. Árið 2016 styrkti velferðarráðuneytið Krabbameinsfélagið um 25 milljónir til að undirbúa umrædda skimun og félagið lagði að auki 20 milljónir í verkið með stuðningi Okkar líf. Sérfræðilæknir var ráðinn til að undirbúa verkefnið, þróaður var hugbúnaður og keyptur nauðsynlegur tækjabúnaður. Af hálfu ráðuneytisins stóð til að hefja skimunina haustið 2017 á grundvelli undirbúningsins en af því hefur enn ekki orðið. Krabbameinsfélagið hefur sent heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn og óskað eftir tímasettri áætlun fyrir verkefnið. Vonandi sýnir áætlunin að skimunin hefjist á þessu ári. Það væri frábær áfangi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi þann 3. mars sl. kom fram í máli heilbrigðisráherra að skipulögð skimun fyrir ristilkrabbameini er í undirbúningi og að á fjárlögum þessa árs eru ætlaðar til hennar 70 milljónir kr. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir því að skimunin hefjist hér á landi og fagnar því mjög að hún sé nú að verða að veruleika. Ristilskimun hefur ítrekað verið til umræðu á Alþingi sl. 20 ár og frá og með árinu 2018 verið ætlað 70 milljónum til hennar á fjárlögum. Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna og margra Evrópulanda hvað þessa skimun varðar en hún er ein þriggja krabbameinsskimana sem alþjóðastofnanir mæla með. Krabbamein í ristli og endaþarmi er annað algengasta krabbameinið á Íslandi en undanfarin fimm ár hafa á hverju ári að meðaltali greinst 187 mein hér á landi og 68 látist úr þeim. Árið 2016 styrkti velferðarráðuneytið Krabbameinsfélagið um 25 milljónir til að undirbúa umrædda skimun og félagið lagði að auki 20 milljónir í verkið með stuðningi Okkar líf. Sérfræðilæknir var ráðinn til að undirbúa verkefnið, þróaður var hugbúnaður og keyptur nauðsynlegur tækjabúnaður. Af hálfu ráðuneytisins stóð til að hefja skimunina haustið 2017 á grundvelli undirbúningsins en af því hefur enn ekki orðið. Krabbameinsfélagið hefur sent heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn og óskað eftir tímasettri áætlun fyrir verkefnið. Vonandi sýnir áætlunin að skimunin hefjist á þessu ári. Það væri frábær áfangi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar