Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 09:12 Kvikmyndin EUROVISION SONG CONTEST: The Story of Fire Saga var að stórum hluta tekin upp á Húsavík en myndin var framleidd af Netflix. Elizabeth Viggiano/NETFLIX © 2020 Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Vikublaðið greindi svo fyrst frá því í gær að óvenjuleg atburðarás hafi farið af stað þegar söngkonan Molly fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem til stóð að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Leikstjórinn Egill Arnar Egilsson, betur þekktur sem Eagle Egilsson, leikstýrir myndbandinu en tökur fara fram á Húsavík í dag. Krstján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Vikublaðið að til standi að hafa flugeldasýningu í atriðinu sem þurfti að fá undanþágu fyrir. Því megi íbúar Húsavíkur búast við því að verða varir við flugelda síðdegis í dag og eitthvað fram eftir kvöldi. Tökur munu fara fram á hafnarsvæðinu á Húsavík. Vart ætti að fara fram hjá neinum að eitthvað mikið stendur til á Húsavík í dag en rauður dregill liggur nú niður eftir hluta Garðarsbrautar á Húsavík líkt og sjá má á þessari mynd sem Bæjarprýði ehf. deildi á Facebook í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Norðurþing Eurovision Óskarinn Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Kórar Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Vikublaðið greindi svo fyrst frá því í gær að óvenjuleg atburðarás hafi farið af stað þegar söngkonan Molly fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem til stóð að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Leikstjórinn Egill Arnar Egilsson, betur þekktur sem Eagle Egilsson, leikstýrir myndbandinu en tökur fara fram á Húsavík í dag. Krstján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Vikublaðið að til standi að hafa flugeldasýningu í atriðinu sem þurfti að fá undanþágu fyrir. Því megi íbúar Húsavíkur búast við því að verða varir við flugelda síðdegis í dag og eitthvað fram eftir kvöldi. Tökur munu fara fram á hafnarsvæðinu á Húsavík. Vart ætti að fara fram hjá neinum að eitthvað mikið stendur til á Húsavík í dag en rauður dregill liggur nú niður eftir hluta Garðarsbrautar á Húsavík líkt og sjá má á þessari mynd sem Bæjarprýði ehf. deildi á Facebook í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Norðurþing Eurovision Óskarinn Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Kórar Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira