Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2021 20:04 Steinar og Gréta, sem fluttu úr höfuðborginni í ágúst á síðasta ári og hafa notað tímann síðan til að vinna að endurbótum á endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöðina í Áskoti af miklum myndarskap Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni. Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira