Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2021 20:04 Steinar og Gréta, sem fluttu úr höfuðborginni í ágúst á síðasta ári og hafa notað tímann síðan til að vinna að endurbótum á endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöðina í Áskoti af miklum myndarskap Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni. Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira