Oddur Eysteinn er múltimilljóner eins og staðan er í dag Jakob Bjarnar skrifar 19. apríl 2021 16:04 Oddur Eysteinn veltir því nú fyrir sér hvað hann getur gert fyrir 900 milljónir króna. Sem er eflaust eitt og annað. aðsend Oddur Eysteinn Friðriksson gjörningalistamaður fékk að sögn óvænt 900 milljónir inná reikning sinn og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. „Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt. Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sjá meira
„Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt.
Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“