Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2021 12:45 Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, allir í námunda við Þorbjörn. Vísir/Vilhelm Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08
„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32