Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2021 14:54 Staðið var að miklum mótmælum fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik Chelsea við Brighton í gærkvöld. Brighton er á meðal félaganna sem skoðar að refsa Chelsea auk hinna félaganna fimm fyrir þátttöku í stofnun Ofurdeildar Evrópu. EPA-EFE/NEIL HALL Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. Sky Sports hefur eftir heimildamönnum sínum innan enskra úrvalsdeildarliða að til skoðunar sé að refsa stóru félögunum sex, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, fyrir tilraunir sínar til stofnunnar Ofurdeildarinnar. Stofnunartilraunin sé skýrt brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar og skapa þurfi fordæmi sem fæli frá frekari tilraunir í framtíðinni. Reglan sem vísað er til - regla L9 - segir til um að hvert það félag sem hyggst ganga í nýja keppni þurfi til þess skriflegt leyfi frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar. Slíkt leyfi var ekki til staðar og því um skýrt brot á reglum deildarinnar að ræða. Þrátt fyrir að brot hafi átt sér stað eru skiptar skoðanir á meðal úrvalsdeildarfélaganna um mögulega refsingu. Stóru liðin sex skapa mestar tekjur fyrir deildina sem kemur hinum liðunum 14 til góða, auk þess sem Sky hefur eftir ónefndum stjórnarmanni úrvalsdeildarfélags að peningarefsing myndi að öllum líkindum koma niður á starfsmönnum félagsins, leikmönnum og þjálfurum, fremur en eigendunum sem stóðu að Ofurdeildinni. Óvíst er því hvort refsingar bíði stóru liðanna en leiða má líkur að því að reglur deildarinnar verði hertar. Félögin 14 funda frekar um málið í vikunni. Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31 Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Sky Sports hefur eftir heimildamönnum sínum innan enskra úrvalsdeildarliða að til skoðunar sé að refsa stóru félögunum sex, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, fyrir tilraunir sínar til stofnunnar Ofurdeildarinnar. Stofnunartilraunin sé skýrt brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar og skapa þurfi fordæmi sem fæli frá frekari tilraunir í framtíðinni. Reglan sem vísað er til - regla L9 - segir til um að hvert það félag sem hyggst ganga í nýja keppni þurfi til þess skriflegt leyfi frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar. Slíkt leyfi var ekki til staðar og því um skýrt brot á reglum deildarinnar að ræða. Þrátt fyrir að brot hafi átt sér stað eru skiptar skoðanir á meðal úrvalsdeildarfélaganna um mögulega refsingu. Stóru liðin sex skapa mestar tekjur fyrir deildina sem kemur hinum liðunum 14 til góða, auk þess sem Sky hefur eftir ónefndum stjórnarmanni úrvalsdeildarfélags að peningarefsing myndi að öllum líkindum koma niður á starfsmönnum félagsins, leikmönnum og þjálfurum, fremur en eigendunum sem stóðu að Ofurdeildinni. Óvíst er því hvort refsingar bíði stóru liðanna en leiða má líkur að því að reglur deildarinnar verði hertar. Félögin 14 funda frekar um málið í vikunni.
Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31 Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49
Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31
Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00